Skírnir - 01.01.1915, Side 25
Fólkorustan á Clontarf.
25
höfðingja, sem stýrðu sínu skipinu hver, og tvo jarla frá
Jórvik, sem ef til vill eru sömu mennirnir sem Bróðir og
Úspakur. Þess utan telja írsku annálarnir fjölda af nöfn-
um á foringjum innrásarhersins, sem erfítt er að gizka á
hvaðan hafi verið, og hvort þeir hafí komið til orustunnar.
í Xjálu er margt óljóst og ranghermt, sem snertir Ira, en
það sem sagt er af Xorðmönnum rétt. I írskum annál-
um er margt óljóst og ranghermt, sem snertir Austmanna-
herinn, og Austmenn, en það flest rétt er snertir íra, og
íraher, nema hvað irskar frásagnir að jafnaði segja ofsög-
um um sín eigin hreystiverk, og mannfallið af Aust-
mönnum.
Njála segir að Sigurður jarl hafi komið til »Dýflinnar«
á pálmasunnudag. Sigurður jarl, Bróðir og fleiri aðkomu-
menn sem komu sjóleiðina hafa tekið höfn fyrir norðan
Höfða; þar er fiskiskipalægi nú, og lega góð Aðkomu-
menn hafa ekki legið á fjörunum í norðanverðum Bæjar-
flóa eins og írskir annálar gefa í skyn, því þar lágu skip-
in á þurru um fjöru, og var ekkert lægi, eins og sjá má
af sögunni af Olafi Pá, þegar hann kom þangað ókunnug-
ur til að heimsækja Mýrkjartan »með leðurkápuna« afa
sinn. Þegar þeir komu, hafa þeir sent til Dýflinnar, sem
Njála kallar »borgina«, og látið vita um komu sína, en
þangað hefir þá Maelmordha komið með Leinsterherinn,
og yfirfylt hvert herbergi og hvern garð í bænum með
mönnum sínum.
Brían hélt liði sínu frá Munster og Connaught, norð-
ur yfir Liffey ána langt fyrir ofan Dýflinn. Hann lét ána
vera milli sín, borgarinnar, og Leínstermanna. Þegar hann
kemur nálægt Dýflinni, fær hann vissu fyrir, að allir Leinst-
ermenn eru farnir að heiman, og sendir Donchad') son
sinn með flokk Daleassía til að ræna i Leinster. Með
því að fara fyrir norðan Liffey á Brían hægra með að
satneina sig við Maehlsechlainn, sem kemur norðan frá
*) Hann er Dungaður Njálu, en talinn fyrstur liklega af þvi hann*
varð konungnr eftir Brian. Irar kalla hann Douogh.