Skírnir - 01.01.1915, Page 26
26
Fólkorustan á Clontarf.
Tara. Herinn slær tjöldum á Finglas-sléttunni svo langt
frá Dýflinni, að hægt er að vera búinn að fylkja liði, áð-
ur en útrásarher frá borginni er kominn norður þangað.
öll herferðin er farin eftir nýtízku hernaðarreglum,
nema það að senda Donchad burtu með liðsflokk hans,
rétt áður en herirnir mætast. Maelsechlainn kom um
sama leytið að norðan. Hann hélt her sínum fyrir sig, og
Brían trúði honum illa. Báðir eru þeir komnir til Fing-
las miðvikudagskvöldið fyrir skírdag.
Innrásarherinn erlendi lá í tjöldum fyrir ofan Höfða,
og upp undir Clontarf. Fimtudagsmorguninn fréttu þeir
að Brían væri kominn með óvígan her til Finglas. Irar
segja, að aðkomnu höfðingjarnir, sem óttuðust ofurefli Brí-
ans, og hreysti Dalcassía, hafi boðist til að reisa möstur á
skipum sínum, og leggja burtu, ef hann vildi lofa því að
ræna hvorki né brenna á Finglassléttunni. Irar segja, að
innrásarliðið hafi verið komið niður á Höfða um kvöldið,
en þá sáu þeir brennurnar á Finglas og sneru upp eftir
aftur. Hvort sem þetta er satt eða ekki, þá sannar það,
að Irar hafa vitað að skip innrásarhersins lágu fyrir neðan
Höfða, en ekki á fjörunum fyrir sunnan Clontarf og strönd-
ina þar fyrir ofan og neðan, eins og sumar lýsingar þeirra
af orustunni vilja láta vera. Njála segir: »Bróðir reyndi
til með forneskju, hvernig ganga myndi orrustan. En svá
gekk fréttin — ef á föstudegi væri barist, at Brjánn kon-
ungur myndi falla ok hafa sigr; enn ef fyrr væri barizt
þá myndi þeir allir falla er í móti honum væri«. Þá sagði
Bróðir að á föstudaginn skyldi berjast. Kormlöð kom sjálf
frá Dýflinni til innrásarhersins á flmtudaginn, og hefir
talað kjark í foringjana. Xjála segir svo: »Fimtudaginn
reið maðr at þeim Kormlöðu á apalgrám hesti ok hafði
í hendi pálstaf. Hann talaði lengi við þau Bróður ok
Kormlöðu«. Hvert erindi þessa manns var veit sögumað-
urinn (Þorsteinn Síðu-Hallsson) ekki, en af því sem gerðist
með Irum má ráða í það með töluverðri vissu, að mað-
urinn var sendur til þeirra Kormlaðar frá Maelsechlainn,
og hafði þau orð að flytja, að Maelsechlainn mundi ekki