Skírnir - 01.01.1915, Side 27
Fólkorustan á Clontarf.
27
fara til orustu með Brían konungi. — Maelsechlainn sat á
svikráðum við báða, og ætlaði að ráðast á þann herinn, sem
biði ósigur. Á fimtudagskvöldið valdi innrásarherinn sér
vígstöð milli sjóarins og tjarnarinnar rétt fyrir neðan
Clontarfkastala, þar varð síður komist að óvörum í opna
skjöldu á her þeirra, vegna tjarnarinnar, sem þá hefir
verið stærri og dýpri en nú. Herinn sem velur vígstöð-
ina, hefir álitið sig hafa minna lið. Staðurinn er hyggi-
lega valinn.
Brían fékk sömuleiðis aðvörun nóttina fyrir bardag-
ann. Þjónn Bríans sá sjón mikla. Honum þóttu klerkar
margir koma til herbúða Bríans, fara með sálmasöng og
lestur. Hann spurði hverjir færu þar? »Hér er Sti Senn-
an frá eynni Scattery« svöruðu klerkarnir. »Því fer
hann burt frá kirkju sinni?« —- »Skuld Bríans veldur
því«. (Brían hafði saurgað klaustrið á yngri áruin). »Hann
er kominn til að heimta skuld sína«. »Hann þyrfti ekki
að koma hingað til þess« -— svaraði þjónn Bríans —
»skuldin verður greidd Sti Sennan heima«. — »Hún fell-
ur í gjalddaga á morgun«, svaraði klerkurinn — »Sti Senn-
an verður að fá skuld sína«. — Eftir það fóru þeir á
braut. Þjónninn sagði Brían frá sjón sinni, en konungur-
inn varð hugsjúkur, og þótti fyrirburðurinn boða dauða
sinn næsta dag. Njála segir að Brían hafi ekki viljað
berjast á föstudaginn. Hafi það ekki verið vegna sjónar-
innar, sem nú var sagt frá, þá gæti það verið vegna
þess að Donchad sonur hans var ekki kominn til hersins
úr ránsferðinni til Leinster. Eftir frásögn Ira fór her
Dýflinnar og Leinstermanna niður á Clontarf, þegar
Brían tók að brenna búgarðana í Finglas á fimtudags-
kvöldið.
Á fimtudagskvöld gekk Austmaður, sem Irar kalla
Plait, fram fyrir herinn, og skoraði á hólm þeim manni
af íraher sem þyrði að berjast við sig. íra megin gekk
fram Domnall Eimhinsson, og þáði einvígið af hendi
írahers.