Skírnir - 01.01.1915, Síða 31
Fólkornstan á Clontarf.
31
með einvígi þeirra Plaits og Donmalls; þeir féllu báðir,
ráku hvor annan i gegn með sverðinu, og lágu með hina
höndina flækta hvor í annars hári. Eftir það sigu saman
fylkingar. Dalcassíar réðust á Austmenn með ákafa og
snarpleika, en þeir stóðu fyrir sem járnveggur, og hvert
áhlaupið á fætur öðru hrökk af þeim aftur. I byrjun
bardagans veitti Austmönnum betur og þeir feldu Ira, sem
voru miklu ver vígbúnir, eins og hráviði. Konurnar í
Dýflinni gengu upp á borgarveggina og horfðu á bardag-
ann, sem átti að gera út um örlög Dýflinnar og Irlands.
Sigtryggur konungur og drotning hans gengu upp í turn-
inn á konungshöllinni. Sigtryggur sagði þegar hann sá
Ira falla: »Þeir slá hraustlega akurinn Austmennirnir,
og kasta mörgum byndinum frá sér«. »Að kvöldi skal dag
lofa«, svaraði dóttir Bríans.
Orrustan festist fyrst í hægra fylkingararminum við
það að Murchad þjóðhetja Ira tók sér sitt sverð í hvora
hendi og óð í gegnum fylkingu Dubhgalls og Dýflinnar-
manna. Hann feldi menn á tvær hendur* 2), en brynjan hef-
ir hlotið að hlífa honum. Menn hans ruddust inn í geil-
arnar á eftir, þar sem hann fór fyrir. Bróðir réðist fram
sín megin og hjó Ira niður. Hann bitu eigi járn, segir
Njála. Cian frá Desmond réðist á móti honum. Cian
lagði þrisvar til víkingsins, Bróðir féll við hvert lag, cn
var ósár. Við þriðja lagið var við sjálft, að hann myndí
eigi á fætur komast, svo mikill vopnaburður var að hon-
um, en þegar hann komst á fætur, verkuðu undrin sem
urðu á skipum hans og véfréttin fyrir bardagann svo á
hann, að hann örvænti um líf sitt og flýði undan í skóg-
inn og með honum flýðu ýmsir af hans mönnum. Þá
*) Duald Mac Firbis, írskur höfundur, nefnir Sadhbh (Sava ?) dótt-
ur Bríans, sem hafi verið gift Olafi Quaran i Dýflinni, þegar bardaginn
varð 1014. Olafi sýnist blandað saman við son hans, og drotning Sig-
tryggs hefir líklega heitið þessu nafni.
2) írar segja að fimmtiu manns hafi fallið til hvorrar handar
honum. —