Skírnir - 01.01.1915, Síða 32
32
Fúlkorustan á Clontarf.
voru eftir menn frá Wales, fyrirliði þeirra féll. Þá hófst
enn áköf viðureign við Leinstermenn.
Sigurður jarl átti harðan bardaga við Toirdelbach, og
gekk betur í fyrstu. Eftir að hafa hrundið af sér fyrstu
áhlaupum jarls og hans manna, gekk Toirdelbach svo fast
fram, að hann feldi alla þá, sem fremstir voru. Kauf
hann fylkingar Sigurðar alt að merkinu og drap merkis-
manninn. Fekk jarl þá til annan rnann að bera merkið.
Varð þá enn orusta hörð. Toirdelbach hjó þennan þegar
banahöggi, og hvern af öðrum þá er í nánd voru. Sig-
urður jarl kvaddi þá til Þorstein Síðu-Hallsson að bera
merkið; hann var frændi jarls og jarl hafði reynt hann
að hreysti, fræknleik og viturleik. Þorsteinn ætlaði þá
upp að taka merkið. Þá mælti Ámundi hvíti, hann var
norrænn höfðingi frá Waterford: »Ber þú eigi merkið
Þorsteinn, því að þeir eru aliir drepnir er það bera«.
»Hrafn hinn rauði«, sagði jarl, »ber þú merkið«. Hrafn
mælti: »Ber þú sjálfur krák þinn«. Merkið var hrafn,
sem blakti vængjunum, þegar vindurinn blés í það. Eðna
móðir Sigurðar jarls, kona af írskum ættum, hafði gjört
merkið með miklum hagleik og fjölkyngi, og lagt það á
merkið, að það skyldi verða sigursælt þeim, er eftir því
gengi, en hættulegt fyrir þann, er bæri það. Jarl mælti:
»Það mun vera maklegast að fari alt saman karl og kýll«.
Hann tók merkið af stönginni og kom í millum klæða
sinna. Jarl og menn hans börðust þá all djarflega. Og litlu
síðar heyrðu menn mælt í loftinu1): »Ef Sigurður jarl
vill sigur hafa, þá sæki hann á Dumazbakka með lið sitt«.
Meining þessarar jarðtegnar hlýtur að vera, að hann
skyldi sækja upp á sjáfarbakkann, þangað sem Brían var
fyrir og drepa hann. Sigurður jarl gerði þá harða atlögu
og hratt Toirdelbach af sér og feldi marga menn af hon-
um, en nú stóð hann feigum fótum, því hann bar sjálfur
merki sitt. Murchad sonur Bríans kom þá frá hægra
fylkingararmi Ira í þeirri svipan, fyltist meðaumkvunar
*) Þorsteins saga Siðu-Hallssonar. Rvík 1902, bls. 3,