Skírnir - 01.01.1915, Side 33
Fólkorustan á Clontarf.
33
með mönnunum, sem féllu fyrir Sigurði jarli. Þorsteinn
Síðu-Hallsson sá að Ámundi hvíti féll, hann sá að Sigurður
jarl var lagður í gegn, en þekti ekki Murchad, sem A'nr
vegandinn, og hefir að líkindum haft nóg að vinna sjálf-
ur. Ellric sonur konungsins af Lochlann sótti fram ákaf-
lega. Murchad náði að lokum til hans, þeir háðu ógurlegt
einvígi innan um hina sem börðust. Murchad rak víking-
inn undir sig, og rak sverðið í gegnum brjóstið á honum, en
um leið og vikingurinn féll náði hann tigilknífi Murchads, og
spretti upp á honum kviðnum, svo iðrin féllu út. Murchad
misti meðvitundina um stund, raknaði fljótt við aftur og
hjó höfuðið af Ellric. Murchad lifði til næsta morguns,
og var þjónustaður áður en hann lézt.
Brían lá á bæn í tjaldi sínu innan i skjaldborginni,
og sendi út svein sinn við og við til að segja sér frcttir
af orustunni og gangi hennar. Tvisvar hafði sveinninn
komið inn og borið góðar fregnir af orrustunni, nú kom
hann inn í þriðja sinn, og sagði að nú væru flest merki
írsku höfðingjanna fallin, og þar á meðal merki Murchads
sonar hans. »Þar féli merki Erínar (Irlands) er það merki
féll«, sagði konungurinn, og þótti þá örvænt um sigurinn
og líf sitt. Hann gerði ráðstafanir til að vera grafinn í
Armagh-klaustri, og gaf 240 kýr til legstaðar sér.
í hægra fylkingararmi íra hafði Úspakur einnig geng-
ið í gegn um fylkingar Dýflinnarmanna; hann var orðinn
sár mjög og hafði látið fjölda manns, og Murchad meðal
hinna föllnu. Dubhgall Olafsson hálfbróðir Sigtryggs flýði
fyrir Úspaki. Maelmordha konungur af Leinster var fall-
inn, og menn hans komnir á flótta. Fylkingarbrjóstið
innrásarhersins sýnist hafa staðið lengst, en flótti brast
loks í öllu liðinu. Eftir sögu Þorsteins Síðu-Hallssonar flýði
liðið mest til skógarins norðaustur fyrir tjörnina. írar
ráku flóttann. Þorsteinn Síðu-Hallsson nam staðar við
skóginn þegar allir flýðu, og batt skóþveng sinn. Þá
spurði Toirdelbach, sem kom að honum, þvi hann hlypi
eigi. »Því«, sagði Þorsteinn, »at ek tek eigi heim í kveld,
þar sem ek á heima út á íslandi«. Svo mikill drengur
3