Skírnir - 01.01.1915, Page 34
34
Fólkorustan á Clontarf.
var Toirdelbach, að hann gaf honum grið, og hefir látið
færa hann upp á sjáfarbakkann nálægt skjaldborginni.
Þar hafa verið fyrir ýmsir sárir menn, og líklegast
Úspakur víkingur. Eftir frásögn Njálu var Hrafn rauði
»eltur út á á nokkura. Hann þóttist þar sjá allar hel-
vítis kvalar í niðri ok þótti honum djöflar vilja draga sik
til. Hrafn mælti þá: »Runnit hefir hundur þinn, Pétur
postuli, til Róms tvsvar, ok myndi renna hit þriðja sinn,
ef þú leyfðir«. Þá létu djöflar hann lausan, ok Hrafn
komst yfir ána«. Svo segir sagan, og Þcrsteinn Síðu-Halls-
son hefir haft hana eftir Hrafni sjálfum, þegar þeir fund-
ust síðar í Orkneyjum. Hrafn var maður Gilla jarls og
hefir flúið til skipanna fyrir norðan Höfða. Á þeirri leið
er engin á. En á kortinu má sjá lænu, sem gengur inn
úr bæjarflóanum fyrir vestan Höfða, hún beygist upp með
landinu og nær upp að Clontarf. Þessi læna hefir leirbotn
í miðjunni, leirbotninn er auður um fjöru, en við hálffall-
inn sjó er sjór í henni, sem vel má vaða, einkum ofan
til. Yfir þessa lænu hefir Hrafn rauði vaðið á fióttanum;
fæturnir hafa ætlað að festast í leirbotninum, en maður-
inn verið hræddur og ímyndað sér að nú ætti að draga
sig til helvítis. Þegar Hrafn flýði út á lænuna sýnist
hafa verið nær því hálffallinn sjór, sem sýnir að bardag-
inn hefir staðið 8—9 tima þegar aðalflótti brast innrásar-
hersins.
6. Fall Brians og flóttinn til Dyflinnar.
Þegar írar reka flóttann, sér Bróðir að fátt manna er
hjá skjaldborginni, hann ræðst þá með sína menn út úr
skóginum. Njála segir að hjá Brían konungi hafi verið
sveinninn Taktur») yngsti sonur hans og Kormlaðar. Bróð-
ir rauf með mönnum sínum alla skjaldborgina, vóð inn í
tjaldið, sá þar svartklæddan mann, sem hann hélt að væri
‘) Ulster-annálar geta þess að hann hafi fallið 1023, og kalla hanu
hann Tadhg. Sumir kalla hann Teige.