Skírnir - 01.01.1915, Síða 35
Fólkorustan á Clontarf.
prestur. Fylgdarmaður hans einn þekti Brían, og sagði
Bróður til hans. Brían brá sverði. og drap einn fylgdar-
mann Bróðurs, sem færði stríðöxina í höfuð konungi, svo
í heila stóð. Vísuorðin í Njálu segja rjett frá:
„Aður tæði ben blæða
Brjánn fell en hélt velli“.
Konungurinn dó af heilundarsári áður en honum blæddi.
Bróðir gekk þá út úr tjaldinu og kallaði hátt: »Kunni
þat maðr manni at segja, at Bróðir feldi Brján«. Þá var
runnið eftir þeim, sem flóttann ráku og þeim sagt fall
Bríans konungs. Þeir snéru þá aftur Cian (Úlfur hræða
eða hreða) og Toirdelbach, slógu hring um þá Bróður og
feldu að þeim viðu, því þá bitu ekki járn. Bróðir var þá
tekinn höndum. Cian reist hann á kviðinn, leiddi hann
um eik, og rakti svo úr honum þarmana, og dó hann eigi
fyrr, en þeir voru allir úr honum raktir. Astæðan til þessa
grimdarverks hefir verið sú, að Murchad faðir Toirdel-
bachs lá ristur á kviðinn með iðrin úti nokkru neðar á
sjávarbakkanum. Menn Bróður voru allir drepnir. Þor-
steinn Síðu-Hallsson heflr horft á allar þessar aðfarir og
þess vegna er þeirra getið í Njálu. Á Clontarf féllu 16
íslendingar af 17 sem í bardaganum voru. Þorsteinn hefir
oi’ðið eftir á sjávarbakkanum um kvöldið, en bardaginn
heldur áfram annarstaðar. Hann veit ekkert um örlög
Toirdelbachs síðar. Njála þagnar.
Herinn frá Leinster og Dýflinni flýði vestur eftir Þórs-
skógi, sem þá var með miklum undirskógi, en nú standa
þar nokkrar tylftir af gisnum trjám. Þegar þeir koma
rnóts við Tolkuós beygja þeir út úr skóginum til að ná
upp á Dubhgallsbrú til Dýflinnar, þá ræðst Maelsechlainn
á þá með óþreyttu liði og hnekkir þeim niður að Tolku-
ós. Þá var aftur háflóð, eins og þegar orrustan byrjaði.
Þeir áttu ekki afturkvæmt til skógarins, því Cian og Toir-
delbach eru komnir á milli þeirra og skógarins, með her
manns. Þar verður þröng við sjóinn, og margir drukna,
Irar segja að líkin hafi legið þar í hrúgum á eftir. Sig-
3*