Skírnir - 01.01.1915, Síða 39
Fólkorustan á Clontarf.
39
liulu af ótta dregur fyrir augu Þorsteins Síðu-Hallssonar.
Sjónin skerpist og sjónhringurinn stækkar í bardaga.
Hann sér hvers vegna orrustan vinst og tapast. Hann
hikar ekki við að taka upp hið hættulega merki Sigurðar
jarls, og berjast við tvær höndur Kerþjálfaðs með annari
sinni, en hann er varaður við því af Amunda hvíta.
Hann sér Toirdelbach í orrustunni fyrr og síðar, og
dáist að honum. Þegar allir flýja í skelfingu, bindur hann
rólega skóþveng sinn. Þegar allir hinir 16 Islendingar
eru fallnir, hvers vegna á hann þá einn að koma heim?
— Frásaga Njálu minnir mest af öllu á Macbeth, sem fer
fram á Skotlandi litlu síðar. Hærra en Shakespeare hefir
mannsandinn ekki lyft sér í fornra sagna óði.
Aths. við kortið á bls. 28: 1 Herfylki til varnar i Dýflinni og á
Dubhgallsbrú yfir Liffey. 2 Fylking Irahers. 3 Fylking innrásarhersins.
4 Skjaldborg Bríans. 5 Her og viggirðing Maelseehlainns.
1905 kom eg á Clontarf. Systir prestins í Newry, jungfrú Black,
vísaði mér leið þangað. Eg hafði Njálu í vasanum, þekti hana vel, en
vissi fátt annað um hardagann. Eg þóttist sjá hvar orustan hefir verið
háð, og hefi dregið fylkingarnar þar á kortið. Jungfrú Black var
ókunnng, og langt að. Andi fornsögunftar greip mig, og eg gekk í
leiðslu. Mér var sem eg sæi fimtíu þúsundir fornmanna herast á bana-
spjótum í hinni hræðilegu fólkorustu. Mér þótti kvöldsólin frá Dyflinni
lita iðgrænan völlinn rauðan. Hendingar úr Darraðarljóðum:
„Yindum, vindum | vef Darraðar“
ómuðu fyrir eyrunum, og tvitekningin hreif mig eins og eg væri barn.
Irska hefðarmærin var eins og hún væri margar milur í burtu, og talaði
ekki orð, svo hún truflaði mig ekki. Eg þóttist finna staðinn, þar sem
Þorsteini S-iöu-Hallsyni voru gefin grið. Þar reikaði eg um litla stund,
en steig á skóreim mina, sem hafði losnað, mér lá við að detta. Eg fór
niður á annað hnéð, og hatt skóreimina. Þegar eg leit upp sneri eg
andlitinu til Dýflinnar.
Hefði eg ekki verið þar, hefði eg aldrei reynt að lýsa orustunni.
Indr. Einarsson.