Skírnir - 01.01.1915, Page 44
Odauðleiki og annað líf
í þjóðtrú íslenöinga að fornu og nýju.
Mannkynið virðist hafa trúað því alt í frá aldaöðli,
að menn lifðu einhverju lííi eftir dauðann. Að minsta
kosti verður ekki betur séð en svo hafi verið, og það jafn-
vel tneð hinum fáfróðustu villiþjóðutn, enda þótt óljós sé
sú trú fyrir þeim mörgurn og standi lágt, sem vonlegt er.
En mjög er mismunandi hagur hinna látnu, eftír því hver
trúin er, og á hve háu stigi. Sumstaðar er hagurinn ekki
góður. Hinar fornu þjóðir gátu ekki hafið sig til göfugra
hugmynda um annað líf, og má þar að eins minnast á
hugmyndir jafngáfaðrar þjóðar, og Forngrikkir voru, um
það. Það var ærið aumt og vesælt, eftir því sem Hómer
segist frá. En snemma ber á því tneðal fornþjóðanna, að
hagur sálnanna eftir dauðann fer eftir breytni þeirra hér
í lífi. Sisýfos og Tantalos og Danaosdætur fá þung gjöld
breytni sinnar, og sáinaflakkskenning Egipta felur í sér
lærdóm um hið strangasta réttlæti af guðanna hendi.
Sama er og um Náströnd Norðurlandabúa. En þó að ekki
væri um neina refsingu að ræða, og guðirnir ættu ekkert
sökótt við menn, og enda óskmegir þeirra og eftirlæti
ættu í hlut, eins og Akkilles og Baldur, þá var samt ekki
um neina sælu að gera fyrir þá. Það var eitthvað annað.
Hæst komust hugmyndir hinna heiðnu þjóða um annað
líf í þvi að ætla mönnum að lialda áfram hinu sama lífi
annars heims, sem menn höfðu iifað hér í lífi, eins og
víkingarnir i Valhöll og Indíanarnir á veiðilöndunum eilifu