Skírnir - 01.01.1915, Page 45
Odauðleiki og annað lif.
45
annars heims. Meðan siðgæðishugmyndirnar voru óljósar
með þjóðunum, var eðlilegt, að lengra yrði ekki komist.
En aðalefni greinar þessarar er nú ekki að rekja
hugmyndir þjóðanna um annað líf; til þess mundi mig
skorta bæði rúm og heimildir. En eg ætlaði að minnast
á nokkur einkennileg atriði í þjóðtrú íslendinga um ann-
að líf, bæði að fornu, en einkum þó á seinni öldum, og
sýna, hvernig heiðnar menjar hafa setið fastar í trú þjóð-
arinnar um allar þessar aldir, eftir að kirkjan hafði þó
náð tökum á hugum manna. Það bendir ótvírætt á það,
livað afgamlar skoðanir geta setið fastar í mönnum um
þúsundir ára.
Upphaflega virðast menn hafa trúað því, að sál manns-
ins lifði með líkinu í gröfinni. Bendir að fullu á það út-
búnaður sá, sem menn voru látnir hafa með sér í haug-
ana og dysjarnar; þarf heldur ekki annað en lesa forn-
sögur vorar, og ekki sizt fornaldarsöguinar og annað, til
þess að sannfærast um það. Valhöll og Helheimur koma
ekki fram að fullu fyr en með víkingaöldinni, og það líf
hinna látnu, sem fram er sett í Eddunum báðum, hefir
aldrei komist inn í þjóðtrúna og þjóðarmeðvitundina hér
á landi, og líklega heldur ekki í Noregi; það eru að eins
skáldin og hinir römmustu blótmenn, sem hafa haft Val-
hallartrúna. Það sannar ekkert um þjóðtrú á Islandi, þó
sagan segi að Haraldur Hilditönn stofni til Brávallarbar-
daga til þess að verða vopnbitinn og fá að gista Oðin,
eða dæmafár blótmaður eins og Hákon jarl sé iátinn dæma
Hrapp útlægan úr Valhöll fyrir hofrán hans, eða Eyvind-
ur skáldaspillir kveði um viðtökurnar í Valhöll, þegar
Hákon góði kemur þangað. Helskórnir, sem Þorgrímur
nef bindur Vésteini »til að ganga á til Valhallar«, eru
misskilningur; Vésteinn var myrtur og átti ekki vist í
Valhöll fremur en Baldur. Orð Þorgríms eru skapraunar-
orð og annað eigi. En þeir sem til Valhallar fóru, fóru
þangað með sál og líkama, börðust þar og átu og drukku,
og ekki er þess getið, að þeir hafi gengið aftur hér niðri
á jörð. En óljóst er það samt, hvort menn hafa hugsað