Skírnir - 01.01.1915, Síða 46
46
Oöauðleiki og annað líf.
sér að eitthvað af dauðum leifum þeirra hafi verið kyrt 1
haugi þeirra eða dys.
En þetta, að menn hafi farið með sál og líkama til
Valhallar í víkingatrúnni, kemur einna áþreifanlegast fram
í Helgakv. Hundingsb. hinni siðari (Völsungakv. i útg. F.
J.). Sigrún grætur sífelt af óstöðvanda harmi eftir mann
sinn. Þá sér ambátt hennar Helga ríða með marga menn
til haugs síns. Ambáttin verður forviða, en fer og segir
Sigrúnu tíðindin: »Upp er haugr lokinn, kominn er Helgi
— döglingr bað þik | at þú sárdropa | svefja skyldir«.
Hún fer þegar og býr þeim sæng í hauginum. En áður
en dagar, þarf Helgi að vera kominn heira til Valhallar
aftur, og riður þá af stað með föruneyti sínu, því að leyf-
islaust hafði hann farið þessa ferð (»né er hildingum |
heimför gefin«). Næsta aftan vonar Sigrún, að Helgi komi
aftur. En það brást. Hann k o m e k k i a f t u r. Hann
var allur alfarinn til Valhallar með hesti sínum, og hafði
að eins nauðugur heim horfið, af því að tár Sigrúnar
höfðu haldið sárum hans opnum og sitrandi. Hún varð
að stilla blóðrásina. Sigrún var skjaldmær og skildi þetta
vel, enda var hugsun hennar helguð af magni ástarinnar,
en ambáttin hræðist »dauða drauga« og skilur ekkert1).
Hauglagðir menn lifðu áfram í haugunum, eins og
sjá má ofurglögt á sögunum, þegar menn voru að fara í
haugana og ræna vopnum þeim og fé, sem lagt hafði
verið í haugana með þeim. Það þarf ekki að færa rök
fyrir því — sögurnar eru svo margar, bæði í Fornaldar-
sögunum og Islendingasögunum. Samfara þessu var sú
trú, að þeir fúnuðu ekki, heldur lifðu einskonar likamalííi
í haugunum. Þess finst meira að segja getið, að þeirn var
matur ætlaður, eða skepnur til matar látnar í haugana
með þeim, og fara sögur af því, að þeir hafi étið það i
haugunum, og enda haft þar eld og ketil og soðið þar
mat sinna). Þeir höfðu fulla krafta í haugunum, en dauf
þ Hgkv. II, 38—49 (Manch).
!) Egilss. og Asm., 7. k.; Hróm.s. Gripss. 4. k.