Skírnir - 01.01.1915, Qupperneq 48
48
Odauðleiki og annað líf.
Sennilegast er, að þeir Fróðármcnn, sem aftur gengu, hafi
haldið til i sjónum og dysjum sínum milli heimsókna, úr
þyí sjór rann úr fötum hinna druknuðu, en hinir voru
allir moldugir1).
Enn fremur má sjá það, að menn voru allir þar sem
þeir voru dysjaðir, á mörgu öðru, t d. Tungu-Oddur lét
grafa sig á Skáneyjarfjalli, til þess að hann mætti sem
mest sjá yfir héraðið2 *), og Hrappur lét grafa sig standandi
í eldhúsdyrum, til þess að hann gæti séð sem bezt yfir
híbýli sín8). Og þetta líf þeirra var oft svo magnað, að
þeir fúnuðu ekki, enda þótt það sé sjaldan tekið fram
nema um hina römmustu drauga, sem þegar verður
minst á.
En þó að búist væri við að flestir lægju kyrrir í gröf
sinni, ef alt átti að skeika að sköpuðu, var þvi þó ekki
að treysta. Menn trúðu því, að dauðir menn leituðu títt
á þær stöðvar, sem þeir höfðu verið á í lifanda lífi, væru
þar á reiki um lönd sín og eignir og að líkindum teldu
sér þær, þótt dauðir væru. Einkum voru það nú samt
þeir, sem höfðu verið misindismenn að einhverju leyti í
lífinu, sem voru svona á flökti, eða þeir sem áttu erfitt
með að yfirgefa reitur sínar eða áttu einhvers í að hefna.
Líklega hefir þetta átt sinn þátt í því, að menn lögðu fé
með dauðum mönnum, ef þeir höfðu ekki grafið það áður,
til þess að þeir yndu heldur við það í dysjum sínum4 *).
Hinar nafnkunnustu afturgöngur í fornsögum vorum eru
öllum kunnar: Þórólfur bægifótur, Hrappur, Glámur,
Klaufi. Þeir, sem þannig gengu aftur, höfðu meira afl en
í lifanda lífi, enda fúnuðu þeir ekki, og varð ekki unnið
á afturgöngum þeirra á annan hátt on brenna hræ þeirra,
og dugði ekki til við suma, sem magnaðastir voru, eins
‘) Eyrb. s. 54. 55. k.
2) flænsa-Þóris s. 20. k.
8) Laxd. 17. k.
4) Sbr. P. Herm. Mytol. 37—40. bls. Annars koma trú og siðir
brennnaldarinnar hér ekki til greina.