Skírnir - 01.01.1915, Qupperneq 51
Odauðleiki og annað lif.
51
þess sé annarstaðar getið í fornritum vorum, en sameigin-
leg er hún til innan hins germanska kynflokks, þessi trú
(sbr. »Das Tranenkruglein« i Grimms Marchen)1).
Hvergi kemur neitt beinlínis fram um það, hvað
menn hafa ætlað að orðið hafi um sálir manna, þegar
líkin voru orðin svo fúin, að þar var enginn vistarstaður
framar. Þó að Bægifótur gengi enn aftur í Glæsi, er það
ekki teljandi. Sálnaflakk á þann hátt fanst ekki í trú
manna hér á landi. Liklegast er að menn hafi ætlað, að
þeir fæddust að nýju eða yrðu endurbornir, því að víða
verður þess vart, að menn hafa trúað því í forneskju, þó
að snemma sé það talið »kerlingarvilla«. Þannig urðu
þau Helgi Hjörvarðsson og Sváva endurborin, líklega í
Helga Hundingsbana og Sigrúnu, þótt eigi sé það beint
sagt, og þau aftur í Helga Haddingjaskata og Káru Hálf-
danardóttur2). Sama kemur og fram hjá Högna Gjúka-
syni; hann vildi eigi láta tálma því, að Brynhildur færi
sér sjálf, »þars hún aptrborin | aldri verði .... mörgum
manni | at móðtrega«3). Hafa menn því ætlað, að þeir
gætu ekki orðið endurbornir, sem færu sér sjálfir. Norð-
menn hugðu Olaf helga Olaf Geirstaðaálf endurborinn4).
Þá var og títt, að menn vildu ekki láta nafn sitt falla
niður, og báðu einhvern að láta heita eftir sér; hafa þeir
hinir sömu ætlað sér að endurberast í þeim börnum, enda
virtist þeim oft svipa meir en lítið til þeirra, sem þeir
erfðu nafn eftir5). Margt mætti fleira til tína í þessa átt.
Hér á undan hafa nú verið tekin fram nokkur atriði
úr trú manna umlífið eftir dauðann í heiðni hér á Islandi, þótt
miklu mætti þar við bæta. En hvergi koma Valhöll eða
hibýli Heljar þar til greina. Alt virðist benda á það, að
‘) Sbr. og Dracbsler: Sitte, Brauch u. Volksglaube in Schlesieu
I, 298, 295.
2) Sbr. Helgakv. Hjörv. og Helgakv. Hund. II., endann á báðum.
») Sig. kv. Fáfn. III, 44.
4) Flatb. 2, 135. bls.
6) Sbr. Vatnsd.s. 3. 6. k.; Finnb.s. 9. 36. k.; Svarfd.s. 5. 26. k. o.fl.
4*