Skírnir - 01.01.1915, Síða 53
Odauðleiki og annað líf.
5a
En þetta hefir ekkert dugað. Það er hægra sagt en
gert að uppræta úr fólkinu aifgengar kenningar og trú,
sem hefir samlagað sig lífi og blóði um margar aldir og
enda þúsundir ára. Sumt af því að vísu samlagaði kirkj-
an sér, svo sem nábjargirnar og það að láta fótahlutann
ganga á undan, þegar lík eru borin. Astæðan forna er
löngu gleymd, en venjan helzt með öllum þjóðum að eg
ætla. Aftur er ekki heil öld síðan það hvarf að fullu að
hringsnúa líkkistum, til þess að ringla þann dauða og villa
hann, en sú tízka er til frá allra-elztu menningarstigum
mannkynsins1). En að öðru leyti hafa hinar fornu, heiðnu
skoðanir haldizt í trú fólksins alt fram undir þennan dag
og er það einn liðurinn af hinum mörgu, fornheiðnu menj-
um, sem þjóðin geymir meira og minna óhaggaðar með
sér enn í dag, og mun geyma sumar um nokkrar aldir
enn. Um það bera bezt vitni þjóðsögur vorar og svo
sagnir um ýmsa viðburði í þá átt, er gerst hafa, og það
jafnvel í tíð þeirra manna er enn lifa.
Það er draugatrúin íslenzka, sem eg á hér við. Það
þykir ekki ráðlegt að ganga framan að líki með opnum aug-
um, til þess að veita því nábjargir, ekki sízt ef menn
finna það úti á víðavangi eða rekið af sjó eða vatni. En
skylt er hverjum þeim manni, sem finnur lík úti á víða-
vangi, að hlynna eitthvað að því, veita því nábjargir,
binda klút utan um höfuðið á því eða fyrir andlit þess,
laga eitthvað um það, o. s. frv., því að annars er hinn
dauði vís til þess að ganga aftur og gera manni einhverjar
skráveifur eða fylgja manni eftir það. Að því varð að
minsta kosti Sigurði bónda á Miðgrund í Skagafirði, og er
ekki lengra siðan en vorið 1860 eða þar um bil. Svo
stóð á, að Jón nokkur frá Skörðugili hafði druknað í Hér-
aðsvötnunum haustið áður. Sigurður og Ari á Fiugumýri
fundu svo lík hans rekið á eyri þar i vötnunum vorið
eftir. Ari spurði Sigurð, hvort hann ætlaði ekki að hlynna
‘) Huld, 6. 10 bls.; J. Þ. þjóðs. og munnm. 178—179. bls.; sbr. og
Lipperts Kulturgeschichte III. 84. bls.