Skírnir - 01.01.1915, Side 54
54
Odauðleiki og annað líf.
eitthvað að líki Jóns, en lítil vinátta hafðí verið með þeim
Jóni og Sigurði, og hlynti því Sigurður ekkert að líkinu,
heldur kastaði óþvegnum hrakyrðum til Jóns, þar sem lík
hans lá. En kvöldið hið sama varð Sigurður bráðkvadd-
og var svo talið, að Jón hefði launað honum fyrir sig.
Seinna átti Jón og að hafa drepið ekkju Sigurðar um
18701). Samt eru til ráð við því að dauðir menn fylgi
manni eða geri manni mein. Það er að reka líkinu dug-
legan löðrung. Þetta var gert við Floga-Svein, sem
druknaði i Myrká í Hörgárdal um 1860. Sá sem líkið
fann, rak því rokna löðrung, batt síðan vasaklútnum sín-
um utan um höfuð þess og reiddi það heim í Myrká.
Sveinn gekk mjög aftur, en þennan mann ásótti hann
aldrei2). Sama ráð hafði og Finnbogi á Illugastöðum í
Laxárdal, og dugði vel3).
Fátítt mun það hafa verið á seinni öldum að menn
hafi svona til vara rofið húsveggi, til þess að flytja lík út
um, eins og þeir gerðu Egill Skallagrímsson og Arnkell
goði. En þó er það ekki dæmalaust. Svo er sagt, að á
einum bæ á Norðurlandi hafi einhverju sinni verið niður-
setukerling ein ill og skapstygg í meira lagi. Kerling
hafði alt á hornum sér og hét því meðal annars, að þeg-
ar hún væri dauð, skyldi hún ganga aftur og launa hús-
bændunum fyrir sig eins og vert væri; fyrri gæti hún það
ekki. Svo dó kerling, og þegar hún var borin burt, lét
bóndi rífa stafninn úr baðstofunni og bera líkið þar út og
hlaða hann jafnskjótt upp aftur. Nokkru síðar kom kerl-
ing og lenti þá á stafninum; heyrði bóndi oft að rjálað var
við stafninn, klórað þar og riflð. Bónda leiddist þetta og
fekk sér kunnáttumann til að vera hjá sér um nótt. Þeg-
ar fór að heyrast klórið í stafninum um nóttina, fór kunn-
áttumaðurinn á fætur og út. Kom hann á baðstofustafn-
inn og hitt.i þar á kerlingu; var hún þá nærri búin að
klóra sig inn í miðjan stafn. Þar tautaði hann svo yfir
*) Ó. Dav. Þjóðs. bls. 52.—54.
2) Eféir bandr. i safni Ó. Dav. og sögnum úr Hörgárdal.
8) Þtr. og þjs. 172—73