Skírnir - 01.01.1915, Síða 57
Odauðleiki og annað líf.
57
ró sinni (sbr. »láttu mig liggja kyrran«). Sál hins aftur-
gengna sjálfs er altaf í afturgöngu hans, en síðari tima
skoðun er sú, að það sé alls ekki æflnlega sál þess, sem
upp er vakinn, sem setur líf í drauginn, heldur geti sál
uppvakningsins verið í góðum stað, en vondur andi hafi
farið í líkið við særingar galdramannsins1). Þó mun í
fyrstu hafa verið sú trú, að sál hins framliðna væri og i
uppvakningnum, og benda orðin þessi, sem uppvakningar
eiga að segja fyrst af öllu, er farið er að ónáða þá, ótví-
rætt á það: »Láttu mig liggja kyrran«, og svo líka á
hina fornu trú, að sálin lifl í gröfinni með líkinu. Upp-
vakningatrúin er ekki forn, nema í því einu að vekja
menn upp til þess að leita af þeim frétta um stundarsak-
ir. Það var bannað i lögum2). Uppvakningar koma lítið
þessu máli við, og er því slept hér, af því að þeir eiga
svo litla beina rót að rekja til fornaldar.
Það hefir verið tekið fram áður, að menn ætluðu í
fornöld, að þeir, sem aftur gengu, fúnuðu ekki. Þessi trú
hefir haldist við fram undir vora daga. Reyndar eru það
nú fleiri en helberar afturgöngur, sem ekki rotna, og sum-
ir ekki að öllu leyti, þó þeir geri það að sumu leyti; þeir,
sem ekki fúna, eru vökumenn í kirkjugörðunum, þeir, sem
dáið hafa ósáttir við einhvern eða með heiftarhug til ein-
hvers, morðingjar og aðrir stórglæpamenn, sem ekki hafa
fengið makleg málagjöld illverka sinna hér í lífi, heili
galdramanna og augu draummanna3). En á meðan likið
er órotið, er sálin bundin við það og líður illa. En áþreif-
anlegast eru sál og líkami bundin saman, þar sem aftur-
göngurnar eru. Þær eru gæddar líkamlegu afli, og það
meir en litlu, því að sú var trú manna, að draugar væru
gæddir helmingi meira afli en það var, sem þeir höfðu í
lifanda lífi. Af því er sprottið orðið h e 1 j a r a f 1, og
heljarmenni heitir sá, sem gæddur er dauðs manns
*) Eftir hndr. í safai Ó. D. o. fl.
!) Hávam. 158; Yngl.s. 7. k.; Norg. g. L. 1, 19.
8) J. Þ. Þs. og mm. 292—93, 332—33, 353, 416—17; J. Á. Þs.
og æf. I, 223, 519.