Skírnir - 01.01.1915, Page 62
62
Odauðleiki og annað lif.
söguöld vorri. Freyr og Þór voru aðalguðirnir. En skáld-
unura var Óðinsdýrkunin og Valhöll og Hel kunn, og þegar
fram á aldirnar leið, virðist talsvert meira bera á þeim
fræðum en áður meðal fróðra manna. Og það kveður svo
ramt, að áhrifa frá Eddu verður ekki svo lítið vart i lýs-
ingum á dómsdegi og öðru lífi í sumum sálmum. Þær eru
meir að segja svo líkamlegar, að ekki verður betur séð,
en að líkami og sál njóti þar sælu alls jarðnesks munað-
ar í sameiningu, eða kenni þjáninga vansælunnar hvort
með öðru. Þar var sælan meðal annars fólgin í fullsælu
matar og drykkjar, en kvalirnar i óþolandi bruna, sulti
og þorsta1). En þetta skildi fólkið, og trúði, af því að það
skildi það. Hins sama kennir og fyllilega í mörgum guðs-
orðabókum frá 17. og 18. öld; virðist öll ástæða til að
ætla að þessi blær trúarinnar muni eiga rót sína að rekja
til fornra, heiðinna hugmynda, eins og margt í Dungals-
leiðslu og fleiru.
Það mætti rita langt mál um þessar heiðnu menjar í
hugsunarlífi, venju og siðum manna, en bæði þarf til þess
ýtrari rannsóknir en mér hefir enn gefist kostur á að gera,
og svo er ekki nema takmarkað rúm, sem maður hefir
ráð á, það verður því að sitja við þetta stutta ágrip að
sinni.
*) Sig. Jónss: Hugv.sálm. 45, 1—4; 48, 1., 4; 49, 2—11. o. m. fl.
Jónas Jónasson.