Skírnir - 01.01.1915, Page 69
Loftfaraljóð.
6»
lestin nú á feigum fæti,
fyrri alda leifar treður;
líf og hel þær hrikaþústir
hafa reist sem borgarrústir;
rifjahylki, hnútur, leggir
hlaðast upp sem skrípaveggir,
hausaskrifli, skorum stöfuð,
skaga fram sem súlna höfuð,
jötunsgin með tannatinda
turnaskörð og svalir mynda;
steindar tær og stirðir fingur
standa fram sem barnaglingur,
stundum eins og feigðarfána
flíkur sjást við loftið blána.
Hugsa þér nú öll þan undur
una í ró við hitans tundur,
hugsa þér þá grafargeima
gamla lífsins fornu daga,
þar er, sjáðu, þeirra saga.
Þetta er ferð — um suðurheima l
Þetta er hún — og þessi saga:
Það er mælt, í elztu daga
feikna stríðsher frækn og sterkur
færi þessar eyðimerkur.
Hofgoðarnir fremst í för
fluttu spjöld með goðasvör,
jöfurguðir, guðajöfrar
gengu næst, en mestir töfrar
Ósíris og Isis fylgdu,
önnur goð sem lúta skyldu:
Hórus, Thme og Hatl or, Ptah,
Hammon Re og Ammon Ra
uppi gnæfðu á úlföldunum,