Skírnir - 01.01.1915, Page 78
Mál og menning.
Eftir Bjarna Jónsxon frá Vogi.
(Alþýðufræðsla Stúdeutafélagsins).
Háttvirtir áheyrendur!
Eigi skal liér um það rætt, hvert sé insta eðli hugs-
unar. En víst er um það hún er máttug i eðli. Þó mun
það vera henni mestur afigjafi að hún er ósýnileg og get-
ur því dulist, þegar þörf krefur. Svo er þó hér sem oft
verður, að mestu kostirnir eru á aðra hliðina ókostir, og
getur svo farið stundum, að þeir yfirgnæfi. Svo er um
Ó3ýnileik hugsananna. Því að oss verður einmitt hans
vegna erfitt að láta þær í ljósi við aðra, og liggur þar þó
oft mikið við. Er það oft hið mesta tjón, að mennirnir
geta eigi beinlínis s é ð fegurstu hugsjónirnar, því að þá
yrði þær skýrari og fylgisælli, ef almenningur gæti s é ð
þær í allri fegurð og skilið, að þær fá honum gnótt
»máls ok mannvits
or Mímis hjarta«.
En liugsanir skynjar engi, nema eftir merkjum og tákn-
um. Verða þau aldrei svo ljós og nákvæm að hugsunin
missi emskis í, þá er hún færir sig í skynjanlegan bún-
ing. Lætur Ibsen Játgeir, íslenzkt skáld, í »Konungsefn-
um« sínum, lýsa þessu, er hann segir að óort kvæði
sé fegurst. Kvæðið rennur upp í hug skáldsins eins og
skinandi dagsbrúnin færist yfir austurloftið, en þá undra-
fegurð megnar hann ekki að sýna öðrum. Þá geisladýrð
sjá engi augu, nema hugskotssjónir skáldsins sjálfs, því að
öðrum getur hann eigi gefið kost á að njóta fegurðarinnar