Skírnir - 01.01.1915, Síða 79
Mál og mennÍDg.
79
nema með táknum. En táknið er ekki hluturinn sjálfur,
og yerða því ortu kvæðin aldrei jafn fögur sem þau óortu.
Þessi ókostur hefir þó einn kost. Honum er Hjótlýst
með dæmi. Hugsum oss undurfagran foss. Engin lýsing
í orðum má jafnast v:ð það, að sjá fossinn. En ef foss-
inn hverfur og sjónarvottar að fegurð hans deyja, án þess
að þeir hafi reynt að lýsa henni með merkjum eða tákn-
um (þ. e. litum eða orðum), þá er öll vitneskja um þessa
fegurð horfin og verður aldrei framar neinum til auðs né
yndis. Svo færi og um hugsanir, ef þær geymdist eigi í
skynjanlegum táknum, og mundum vér þá engi not hafa
af hugsanaauði fyrirrennara vorra. En nú hafa tákn þeirra
gevmst og geymast löngu eftir þann tima, er sú vitund
sloknaði, sem alið hafði hugsunina.
Tákn hugsana eru mörg og harla ólík, og má þar
hver maður athuga af eigin reynslu, hvernig hann kemst
fyrir hug og vilja annara. En þau tákn, sem geymast,
eru: myndir og mál. Þótt myndir geymist afarlengi,
einkum úr eiri og steini, þá er þó málið lífseigara. Og
engi saga um kyn mannanna er svo gömul, að málfræðin
geti eigi bætt kafla framan við hana, nema sú saga, sem
steingjörvingar kunna frá að segja.
Mynd sýnir aldrei nema eitt augnablik, og yrði oss
því skjótt vant húsnæðis, ef segja ætti nákvæmlega frá
langri sögu í myndum. Og sýnileg tákn mundu ætíð verða
of umfangsmikil, þótt þau sé betri en ekki (sbr. málleys-
ingja). Eyrað var hér betur fallið en augað, og hljóðið
reyndist nákvæmast og handhægast tákn fyrir hugsanir.
Hljóð flokkast saman í orð, en orð í tungumál. Tungurn-
ar eru fullkomnasta tákn hugsana vorra.
Xokkur dæmi þess set eg hér, hversu geymin tungan
er á hugsanir og fróð um sögu þjóðanna.
Orðtök, málshættir og einstök orð geyma þráfaldlega
merkileg atriði úr menningarsögu og sögu þjóðanna, og
jafnvel um gróður landanna. Eru fjölmörg dæmi slíks
bæði í íslenzkri tungu og öðrum tungum, en hér er eigi