Skírnir - 01.01.1915, Side 80
80
Mál og menniog.
rúm til að telja mörg þeirra. Þó verður að uefna eitt eða
tvö til skilningsauka. /
Háttvirtir áheyrendur, athugið íslenzka orðið brul-
1 a u p. í þessu orði er fyrra Z-ið orðið til af hljóðlíking
(assimilation), því að ð hljóð hefir þar líkst eftirfarandi l-
hljóði og orðið eins. Orðið var upprunalega b r ú ð (h) 1 a u p
I þessu orði felst nú endurminning um þá tíma, sem voru
áður en sögur gerðust, þá er hver maður nam sér konu
eða rændi. Var þá oft þörf á að hraða ferðinni. En
löngu eftir þann tíma, er menn rændu eigi framar konum,
hélzt orðið og siðurinn, en þá var konuránið framið í leik.
Brúðguminn kom þá á heimili brúðarinnar, þar sem brul-
laupsgestirnir voru saman komnir, tók brúðina og hljóp á
stað með hana, og hinir eltu svo, alt í leik. Þetta mun
nægja til þess að gera mönuum ljóst að þetta orð felur í
sér mrrkilegan kafla úr menningarsögu þjóðanna.
Annað orð þýðir sama á vorum dögum. Það er orð-
ið brúðkaup. Það orð segir oss greinilega frá því, að
einu sinni var það venja, að »mey skal mundi kaupa«.
Þar er annar sögukafli um sama menningar atriði.
Athugið nú og orðið h o 11. Allir vita að það þýðir
nú grjóthæð eða grýttan og sendinn hól. En hvað þýddi
þetta orð á landnámstíð? Þá þýddi það: s k ó g u r. Bæja-
nöfnin Holt, Hjarðarholt o. fl. sanna þetta, Svo segir í
Laxdælasögu 24. kap.: váru þar ok skógar miklir nökkuru
ofar en Höskuldsstaðir eru, fyrir norðan Laxá. Þar var
höggvit rjóðr í skóginum, ok þar var nálega til gers at
ganga, at þar safnaðist saman fé Olafs, hvárt sem veðr
vóru betri eða verri. Þat var á cinu hausti, at í því
sama h o 11 i lét Olafr bæ reisa ...«. Það hlýtur að þýða:
at í þeim sama s k ó g i o. s. frv., því að áður var nefnt
rjóður en eigi holt, og holt hefir aldrei getað verið sama
sem rjóður. — Full sönnun þess, að holt sé skógur, er i
þessum málshætti: »Oft er í holti heyrandi nær«. Ekki
er hætt við því á þeim stöðum, sem nú nefnast holt. En
í skógi getur heyrandi verið ósénn á næstu grösum. Þetta
sést og á þýzka orðinu h o 1 z (= holt), sem er v i ð u r,