Skírnir - 01.01.1915, Page 88
88
Mál og mennÍDg.
Á þessum dæmum má sjá skyldleikann, bæði í orða-
forðanum (stofnum og rótum) og í meðferð þeirra. En
auk skyldleikans má rekja margt annað eftir samanburði
málanna. Einkum hafa menn reynt með þessu móti að
komast að því, á hverju menningarstigi frumþjóðin var,
áður en hún tók að greinast sundur í ýmsar skyldar þjóð-
ir. Nefni eg hér fáein höfuðatriði.
Fyrst er þá um það spurt, hverja málma frumþjóðin
liafi þekt. Verður þá að bera saman heiti málmanna á
ýmsum tungum. Þar sem sama heitið rekst eftir réttu
liljóðlögmáli í gegn um öll eða flest málin alla leið upp
til frummálsins, þá ráða menn þar af, að frumþjóðin hafi
þekt þann málm. — 1. Járnið þekti hún ekki. Málin
hafa sitt heitið hvert á því, ferrum á latinu (og rekja
sumir það til barzel i hebresku), aíhr^c' (sidéros) á grísku
(einangrað heiti). Germanska orðið er og i keltnesku, á
fornírsku iarn af *isarn, sem er upprunalega orðmyndin i.
þýzku málunum (sbr. isl. járn). — 2. Silfur þekti frum-
þjóðin eigi heldur. Það heitir argentum á latnesku,
apyupoc (argyros) á grísku, hliðstæð orð af sömu rót, á
sanskrít rajata; á ísl. silfr, litavsku sidabras (sama orð);.
á slavnesku serbro, á rússnesku serébro. í öllum málun-
um þýðir þetta: hinn hvíti málmur. En hér verða orðin
eigi rakin saman, heldur er sitt úr hverri áttinni að kalla
má, og þar sem þau eru sameiginleg, þá eru þau að-
íengin hjá flestum þeirra, líklega úr löndunum við Svarta-
liafið. — 3. Gull þekti liún ekki heldur, og fannst það þó
fyrr en silfrið. Hér eru og hliðstæð orð, en verða eigi
ættfærð eftir hljóðlögunum. Germ. gulþ (ísl. gull [líking]),.
hið gula; fornslavneska zlato (af *zolto), en germ. g =
slavn. z; raddhljóðin standa þó eigi heima. I arisku mál-
unum er það hiranga (skr.), hið gula, zaranga (zend), hið
gula, og 'fz'iaéc (ehrysos) gr. telja menn af sömu rót, sum-
ir segja það þó aðfengið úr hebr.; aurum = ausum (lat.),
skínandi (skylt aurora, morgunroði); fornírska ór, úr lat-
nesku; auksas (lit., k-i skotið inn). — 4. Eirinn þekti
frumþjóðin. Heiti hans er sameiginlegt mörgum máluin:.