Skírnir - 01.01.1915, Síða 89
Mál og mennÍDg.
89
æs (lat.), aiz (gotn.), eir (ísl.), áyas (skr.), fornháþ. ér. í
frummálinu hefir það verið *ayos (a[i]z). En þótt eirinn
haíi verið þektur, þá flnnast þess engi merki, að menn
hafi þá kunnað að smíða úr honum. Þvi að engi slík
heiti finnast, er bendi á það.
Þjóðin hefir því verið óskift í byrjun eiraldar, en
steinaldarminningar eru langtum fleiri. Vopnaheiti þau,
sem rekja má til frummálsins, eru steinaheiti: sk. acman,
slöngusteinn (og acan) = gr. ax|j.ov (akmön), steðji, fyrr
steinn til kasts (og axwv (akön), skotspjót) = lit. aszmén,
steinn = sl. (dálítið óreglulegt) kamen, steinn = isl.
hamarr, upprunal. steinn (sbr. hamrabjörg, hamrar, sbr.
Mjölni). Þetta orð er frá þeim tíma, þegar frumþjóðin
hafði skotvopn úr steini. Nöfn á egghvössum vopnum
eru yngri.
Frumþjóðin hefir stundað mest fjárrækt, ekkert bend-
ir á að hún hafi lifað á hjarðmannaflakki. Nöfn á fénaði
eru samræk: skr. pagu = lat. pecus = gotn. faihu =
ísl. fé; í frummálinu *peku. Skr. uksan = ísl. uxi. Skr. g«u,
gö, gu — gr. [P úr g.] (bws) = lat. bos. = ísl. kýr (kú);
í frumm. *gou. Skr. aví-s = gr. oíf (ojs) af oEic (ovis)
= lat. ovis = lit. avis = ísl. ær (þolf. á, af *avi); í
frumm. *ovi. Þessi húsdýr hafa menn haft og auk þeirra
hundinn: skr. cvan og Qun = gr. xuwv kyön) og xuv
(kyn) = lat. canis = ísl. hundr (d skotið inn í milli n og
r) = lit. szu og szun; í frumm. *kuon og *kun. Hesta
hafa menn og þekt, en að líkindum eigi kunnað að temja
þá, (til akuryrkju höfðu menn uxa): skr. acva-s = iran,
aspa = gr. í'tcttoc (hippos) = lat. equus = ísl. jór (af
*ehwa); í frumm. *ékwo.
Frumþjóðin hefir að likindum þekt eitthvað til akur-
yrkju, en akuryrkjan hefir aukist mjög eftir að Norður-
álfukvíslin skildist frá Austurálfukvíslinni, því að í þeim
málum eru mörg akuryrkjuheiti sameiginleg, en arisku
málin eiga ekki þau orð til: gr. áoo'w (aroö) = lat. arö
(ara o) = ísl. erja, gr. ápoxpov (arotron) = lat. aratrum
= ísl. arðr. Lat. sero (sévi) = ísl. sá; lat. semen = lit.-