Skírnir - 01.01.1915, Síða 92
92
Mál og menning.
(= jov-patei', sbr. skr. diaus pitá, faðir himinn). Heiti
á eldi og morgunroða eru og sameign margra tungnanna.
Þá hafa menn og reynt að flnna á sama hátt heim-
kynni frumþjóðarinnar. Hafa menn rakið af miklum lær-
dómi, en þó eigi komist að neinni áreiðanlegri niðurstöðu.
Þó telur heimildarmaður minn, kennari minn í þessum
fræðum, Vilh. Thomsen háskólakennari í Kaupmannahöfn,
sannað að Austurálfugreinin hafl búið milli Hindukush og
Kaspiahafs, en Norðurálfugreinin milli Königsberg og
Krim, áður en þær klofnuðu hvor um sig, ráðið af bók
(bæki) — lat. fagus = gr. cp-qyo; (fegos). En bækitré óx
á þessu svæði). Hitt telur hann vafasamt, að málfræðin
geti fundið heimkynni frumþjóðarinnar.
En tungan ber eigi að eins vitni um fortíðina og
hennar menningarstig, heldur og um yfirstandandi tima,
og flytur framtíðinni boð frá oss, sem nú lifum, og um
oss. Akr, Akreyjar, Akranes, vitazgjafi og þess konar
nöfn segja oss greinilega um kornyrkju hinna fornu ís-
lendinga. En eigi síður mun kaupfélag bera framtið-
tíðinni sögu um verzlunarhreyfingar vorra tíma. »Ung-
mennafélag« mun og lengi geyma minninguna um þau
samtök, sem það táknar; »steinsteypa« um húsagerð vora.
Margt fleira mætti nefna, ef þörf gerðist. En þetta mun
nægja hverjum manni til skilnings. Munu menn þá forð-
ast að láta orðskrípi og slettur í þetta minningasafn, er
beri ókomnum öldum vitneskju um vansa þjóðarinnar.
Það er mál manna að augað sé spegill sálarinnar, en
hitt er engu síður víst, að tungan er spegill menningar-
innar. Sú menning er holl og langlíf, sem er vaxin af
eiginni rót, eða með öðrum orðum er gróðursett af þjóð-
inni sjálfri og hefir þróast jafnóðum og samferða þjóðinni
sjálfri. Þar byggir nútíð á fortíð og býr framtíðinni í
hendur. Slík menning getur þó dregið að sér þekking og
lærdóm annarstaðar að. En hún fer með það á sama hátt
sem líkaminn með fæðuna. Aðfenginn andans auður endur-
nærir hana og styrkir, en ber hana ekki ofurliði. — Heima-