Skírnir - 01.01.1915, Page 96
96
Mál og menning.
kvánar ef honum
of koma gerði.
Hann geymdi alla smíðisgripi sína á ræmu af lindibasti
(lukði lind), og þar geymast þeir meðan lindibastið heldur,
en falla niður ef það slitnar.
íslenzkan geymir með sama hætti snildarverk nor-
ræns anda.
Hún er forngripasafn, sem geymir gimsteina fornrar
menningar.
Hún er kennari og skóli i réttri hugsun og yrkir
jafnvel fyrir menn.
Hún er lifandi lindibast, sem á eru dregnir allir baug-
ar, öll völundarsmið hinnar norrænu kynkvíslar og íslend-
inga sérstaklega.
Þetta lindibast er lifandi og er því undirorpið sýk-
ingarhættu. Tæringargerill þess er sníkjumenningin. Ef
það sýkist, þá er heilsuhælið trygð og sjálfstæðismetnaður
íslendinga, en læknislyfið er sívakandi áhugi hvers ein-
staks manns og allra vor samhugur um það, að »íslend-
ingar viljum vér allir vera«. En þá er og vitaður bati.
A t h s. Töflurnar hefi eg tekið úr Karl Brugmann: Kurze ver-
gleiehende Grammatik der indogermanischen Sprachen. Hann sýnir með
þeim beygingarendingar eingöngn, en eg hefi bætt inn í á stöku stað
orðum, þótt aðra hafi beyging, til þess að sýna skyldleikann. t. d. latn.
f e r o (nútið óregluleg, þátíðarending -ham o. s. frv.) er viðtengt orð en
eigi ending. — Hljóðtákn vantaði nokkur, þar eru sett næstu hljóð úr
öðru letri. — Annars er samanb. málanna eftir fyrirlestraheftum mínum
frá Vilh. Thomsen. Ef villur eru, þá eru þær auövitað mér að kenna,
en ekki honum. [] táknar það, að notuð fallmynd eða sagnmynd sé
upprunalega annað fall eða önnur tala.