Skírnir - 01.01.1915, Síða 97
Þorsti.
Æfintýri.
’Harm var rétt að eins nývaknaður til meðvitundar
um sérveru sína, þegar sálarlöngunin hans, lítil og rjóð,
reis upp við olnboga, deplaði framan í hann björtum
barnsaugunum og bað um að drekka.
Hann kallaði á bernskuleikina sína limamjúku, og
bað þá að gefa litlu elskunni sinni að drekka!
Þeir komu, léttstigir eins og norðurljósin, með skæra
kristallsbikarinn sinn, barmafullan af lifandi lindarvatni
og hölluðu að vörum hennar.
Hún saup á og augun hennar ungu ljómuðu af lífs-
gleði og nægjusemi. Hýrleit og hlakkandi drakk hún lif-
andi lindarvatnið barnaleikanna kátu, en fljótt hægði hún
á sér, ýtti öllu frá sér, óeirðarleg, og sagði að vatnsdauft
væri þetta. Hún vildi fá eitthvað annað.
Þá kallar hann á æsku-íþróttirnar sínar, fasmiklar og
fjörlegar, og segir þeim að svala elskunni sinni litlu!
Þær þustu að og færðu henni freyðandi aldinlög í
fögrum postulínsskálum, lutu sálarlönguninni litlu, og
sýndu henni hve drykkurinn ólgaði og sauð eins og hver,
og sögðu að hún skyldi svala þorstanum.
Hún varð hress og fjörug af freyðandi drykknum og
teigaði stórum. Alt i einu var eins og hún vildi ekki við
honura líta. Hún varð hljóð og hugsi, reikaði einsömul
og mændi út í bláinn.
»Hvað í ósköpunum ætli að nú ami að henni«, hugs-
aði hann, og yfirvegaði háttalag hennar, en hún leit á
hann hyldjúpum, feimnum óþreyjuaugum og þagði.
7