Skírnir - 01.01.1915, Síða 99
Þorsti.
99-
óbragðið, og svo var henni ilt, leið illa. Nú sá hún það
eftir á! Olukku nautnirnar höfðu látið leir, aurleðju, í
yndisdrykkinn hennar hreina, en hún svo þvrst og sólgin
í svaladrykk ástanna, að hún drakk alt í botn, sem þær
brugguðu henni, og hún grét og grúfði sig cfan í jörðina
leiruga og ljóta, grét vfir yndisdrykknum sínum eitraða,
yfir óbragðinu í munninum, yfir innantómu nautnunum
argvítugu, en yndisþyrst var hún nú samt, og sagðist
vilja fá meira að drekka, endilega meira að drekka!
Hann varð hryggur og úrvinda af að sjá yndisþrána
sína svona illa á sig komna. Hún, sem bað svo bliðmál,
og mændi eins og augu í svöngum hundi mæna, er þeir
biðja mennina um björg. Hann hefði átt að hafa vit
fyrir henni, blessuðum óvitanum! Þær væru sagðar
glæfrakindur sumar þessar nautnir, og hann hefði kallað
á þær allar, í ósköpum sínum að láta eftir henni alt sem hún
heimtaði. Nú lægi hún þarna á leirugri jörðunni úrvinda
og illa svikin eins og barnungi brotinn og skaddaður.
Alt í einu hóf hún höfuðið og leit á hann tárvotum
ásökunaraugum. I þeim augum var nú enginn sólarljómi
né sælubirta, en ehnyrja ástriðunnar glórði eins og maur-
ildi í myrki, inni í nótt augans.
Asakandi og óumfiýjanleg stóðu augu hennar á hon-
um og heimtuðu að drekka. Eld, eld! heimtaði maurildið
í myrkri augnanna. Drekka, drekka! hvæsti þorstinn.
I úrræðalausri neyð sinni kallar hann þá á svall-
gleðina glæfralegu og segir henni að koma fijótt með
svölun handa sálarþránni sinni þyrstu.
Og svallgleðin glæfralega gjörir svo. Gfengur að
þránni, flakandi og fruntaleg, með gylta könnu gamal-
lega í laginu, og hallar drykknum að vörum hennar:
heitum eldslogum orðnum að legi.
Og sálarlöngunin hans sárþyrsta þambar feginsam-
lega, og loginn illi læsir sig um hana alla. En augun
heimta með æðisflótta: meira, meira! Hún klappar af
kæti, hlær og drekkur. Loks hendir hún könnunni í höf-
7*