Skírnir - 01.01.1915, Side 100
100
Þorsti.
uð svallgleðinnar glæfralegu, og beiskan grát setur að
sálarþránni æstu, með eldslogana í unga blóðinu sínu.
»Osköp eru þetta«, andvarpar hann, og vill nú lægja
í henni oi'sann, en hún æpir sem örvita: »drekka, drekka!«
Þá þrífur hann i ofboði í handlegg vinnunnar, og
biður hana að bjarga nú sálarþránni sinni sjúku, sem
liggi þarna leirug og örvita. Og gamla vinkonan kyn-
slóðanna, kyrlát og móðurleg, tekur hana orðlaust upp í
fangið og reynir að sefa ólguna og svala þorstanum með
ánægju orkunnar. En sálarþráin sjúk og Örvita brýzt um
í friðsama fanginu starfseminnar trúföstu, gömlu, og æpir
aö hún kveljist af þjáningum þorstans, og hvert óp henn-
ar smýgur eins og oddhvöss ör gegnum sálu hans. Og nú
kallar hann loks einbeittur á viljann sinn veikbvgða og
skipar honum að leggja hana í bönd, óhemjuna, sem vinn-
nn ráði ekkert við.
En vesalings viljinn hans stendur veiklaður og fölleit-
ur, með harðsnúin böndin í höndunum sínum hvítum og
mjúkum og hikar við, en verður að hlýðnast húsbóndanum,
því nú er kraftur í honum. En hún æpir og brýzt um í
böndunum, blessað greyið! Hann situr þögull og hjarta-
sár yíir sálarþránni sinni aumstöddu, og lætur vinnuna,
vinkonuna sína nýju, dreypa á hana björtu bergvatni get
unnar sterku, og loks lægist hitaólga ástríðu og þjáninga,
svo sálarlöngunin hans, lítil og fín, liggur sem í dái. Þá
losar hann gætilega af henni böndin, leggur höfuðið henn-
ar hrokkna og mjúka upp við sig, og biður hana, elskuna
sína litlu, að yfirgefa sig nú ekki alveg, þvi án hennar sé
hann einmana í kulda og myrkri mannraunanna.
Þá opnar hún loks augun og lítur upp á hann, með
ókunnugum, köldum svip, ógagnsæ og andlaus.
«Ertu enn þyrst, illa svikna sálarlöngunin mín?« spyr
hann ástúðlega og vill reyna að verma hana.
»Mig þjáir valdaþorsti«, mælti hún, og var hás og
munnurinn þur.
»Sækið þið henni að drekka«, sagði hann við stór-
sýslanirnar sinar, og stórsýslanirnar komu hægfara og há-