Skírnir - 01.01.1915, Page 101
Þorsti.
101
tíðlegar í fasi, með hélugráan hornstikil í höndum, valda-
óróans gullrenda, gamalt drykkjarhorn með glæstum út-
skurði Og drykkur valdanna hinn víðfrægi var þar í, og
þær buðu henni að drekka og sögðu, að þar fengi hún
svölun i lagi.
En hún hrökk við þegar hélað hornið snerti heita
vörina, því eins og hel var hvorttveggja kalt, hornið og
drykkurinn dýri.
Ekki vildi hún þennan ískulda ofan í sig! Og sva
hrinti hún því öllu harkalega frá sér, og sálarþráin hans
fölnaði upp og fekk í sig hroll.
»Hvað ætli að þú viljir þá, elskan min litil ?« spurði
hann stillilega.
»Eg vil makinda-munað auðæfanna«,sagðihún dauflega.
»Komið þið með makinda-munað auðæfanna handa
elskunni minni litlu!« kallaði hann til hyggindanna sinna
útsjónasömu. Þau komu að vörmu spori með gyltu könn-
una gömlu, þunga og klunnalega, með makinda miðinum
dýsæta og buðu sálarþránni að svala þorstanum á alheims-
drykknum eftirsótta, en hún sagði að sér byði við þessari
eðju og ýtti frá sér án þess að bragða á miðinum. »Eng-
inn minsti ilmur frá kyngikrafti sólarinnar!« sagði hún,
og eins og hún væri að gefast upp við alt þetta, hnipraði
hún sig saman og lagði aftur augun.
Úrkula vonar horfði hann á hana, hjartans lífið sitt
einasta! Þarna húkti hún máttvana og líklega sjúk af
hungri. Átti hann þá ekkert sem nægði henni, og því
fekk hann þá hana til samfylgdar, átti hana frá fyrstu
vitund, glaða og bjarta, biðjandi og lokkandi?
í þvi leit hún upp og augu þeirra mættust. Hún
spratt á fætur og stóð frammi fyrir honum áköf og leiftr-
andi. »Þú átt betra að bjóða mér, i þér sjálfum er það,
sem mig þyrstir eftir. Gefðu mér sjálfan þig!«.
Undrandi starði hann inn í sjálfan sig og fór að leita
þar að svölun handa sálarþránni sinni, ódauðlegu og sterku,
sem nú stóð þarna frammi fyrir honum og heimtaði sjálf-
an hann.