Skírnir - 01.01.1915, Qupperneq 102
102
Þorsti.
Loks kom hann auga á listahæfileikana sína, lata og
limamjúka, sem léku að tafli.
»Hættið þið þessu«, hrópaði hann ákafur. »Hvað
hugsið þið! Hér stendur hún, hjartans þráin mín, þyrst og
hungruð, og þið liggið iðjulausir. Færið þið henni fljótt
að drekka!«.
Hávaxnir og hæverskir gengu þeir fram með lista-
hikarinn barmafullan af andans unaði og báðu hana
að drekka Og hún drakk listanautnina í löngum teyg, en
sú er náttúra þess drykkjar, að aldrei tæmist þó af sé
drukkið. Andlit hennar skein og augun urðu eintómur
ljómi, því áfengi andríkis og snildar læsti sig um hana
alla, og hún kiptist við í hvert sinn sem nýtt ljós kvikn-
aði í vitund hennar. Það var guðsneistinn í sjálfri henni
sem sindraði leiftrum í ljóshaf lífsuppsprettunnar, því nú
fann hún í sér aflið óumræðilega: gleðina miklu, að geta
skapað. Og hún hallaði sér upp að hjarta alverunnar og
fann æðaslög hennar undir vanga sínum, fann undirstraum
einingarinnar hvíslast út til hverrar agnar, blóðbönd skyld-
leikans sem umvefur alt í eina heild.
Og fögnuðurinn lyfti henni hærra og hærra, og hin
mikla geta mannsandans flaug með hana svo hátt, að hún
sá yfir jörðina alla, og hún sá systurnar sínar mörgu, þrár
allra mannssálnanna, sitja þyrstar í myrkinu niðri á jörð-
inni og leita sér að svölun. En af því myrkur var á svo
að ekkert sást til, þá urðu þær að fálma fyrir sér, og
drukku svo oft ofan í sig eintóma ólyfjan. Æ, hvað hún
vildi geta kveikt svo stórt ljós, að það bæri birtu yfir
alla jörðina, svo systurnar hennar mörgu þyrftu ekki að
þreifa sig áfram í myrkrinu.
Og hún grét af löngun og getuleysi og grúfði sig
hnípin að hjarta alverunnar og bað um meiri getu.
»Ertu nú aftur farin að gráta, yndisbarnið mitt glaða
og góða?« spyr hann ástúðlegur og vill leggja litla höfuð-
ið hennar upp að sér.
»tíysturnar mínar sitja þyrstar í myrkrinu!« kjökraði
hún, »og svo gleypa þær ofan í sig ólyfjan og alt sem