Skírnir - 01.01.1915, Page 104
Gátur.
Alþvðufræðsla Stúðentafélagsins 20. ðes. 1914.
Mennirnir eiga yitinu yald að launa. Það er vel
skýrt í Hávamálum. Þar segir: »Dælt er heima hvat«
og »Halr er heima hverr«, með öðrumorðum: Alterauð-
velt heima og heima er hver herra. Þessi auðveldni heima
á rót sina í því, að þar er ekkert óþekt, ekkert sem óvíst
er hvernig með skuli fara. Þar lærir ein kynslóðin af
annari, og þarf því lítillar hugsunar við. En þegar kem-
ur úr heimahögunum, þarf vitsins við: »Vits er þörf, þeini
er víða ratar«, segja Hávamál. Það er til þess að geta
verið heima þó í ókunnum stað sé, af því maður sér að
hið nýja og ókunna er fyrir ber lilýðir líkum lögum og
meðferð eins og það sem heima var og er því i rauninni
gamall kunningi í dulargerfi. Vitið er hæfileiki til að sjá,
hvað hlutunum er sameiginlegt, hve ólíkir sem þeir kunna
að virðast og vera i sumum atriðum. Því vitrari sem
einhver er, því víðar er hann heima, enda er svo að orði
kveðið. Alvitur vera væri alstaðar heima og hefði þar
með með æðsta valdið.
Þá hæfileika sem mennirnir neyta í lífsbaráttunni
temja þeir löngum í leik, ýmist í æsku, þegar kraftarnir
bíða búnir og leita sér viðfangsefnis, eða síðar, þegar milli
verður um erfiðið og hvíldin heflr safnað nýjum þrótt.
Þannig hafa menn á öllum öldum leikið sér að ýmsum
heilabrotum til að skerpa vitið og reyna það við aðra, því
mennirnir hafa gleði af’að neyta kratta sinna og fá sig
fullreynda. Slíkur leikur eru g á t u r n a r. Og það er