Skírnir - 01.01.1915, Page 105
Grátur.
105
einkennilegt, að einhver elzta gátan, sem sögur fara af,
Svingsar gátan, er lögð í munn óvætti er drap hvern þann
er ekki gat ráðið hana. Er það ekki bending um þann
djúpa sannleik, að sá hæfileikinn sem mennirnir neyta
til að ráða gátur, hann er fjöregg þeirra?
Gátan er félagsleikur. Enginn getur skemt sér við að
búa til gátu og bera hana upp fyrir sér einum — ekki
fremur en menn geta skylmst eða glímt við sjálfa sig.
Hún er leikur með það vopnið sem tvíeggjað er, en það
er málið. Auðvitað eru til margvíslegar gátur, og sumar
þeirra í myndum í stað orða, en eg mun hér að eins minn-
ast á þá tegundina sem elzt er og algengust, en það eru
orðagátur. Þær hafa tíðkast frá alda öðli. A Islandi hafa
pær eflaust verið hafðar um hönd frá landnámstíð. Reynd-
ar er þeirra lítið getið í sögunum, en varla hefði Skúta
falið nafn sitt eins fimlega í gátunni »Margr í Mývatns-
hverfl en Fár í Fiskilækjarhverfi«, ef honum hefði ekki
verið gátulistin törn, og ekki er neinn viðvaningbragur á
Gátum Gestumblinda, sem að öllum líkindum eru íslenzk-
ar í því formi sem þær hafa nú. Þær hafa að makleg-
leikum verið taldar með beztu gátum sem ortar hafa verið.
En gátulistin hefir tíðkast á Islandi fram á þennan
dag, og flestir munu á æskuárunum hafa skemt sér við
gátur. Hve mikið er til af gátum á Islandi má ráða af
því, að árið 1887 gaf Bókmentafélagið út »íslenzkar gát-
ur«, sem Jón heitinn Arnason hafði safnað, og voru þær
um 1200 talsins. Má þó geta nærri, að ekki hafi öll kurl
komið þar til grafar. Safn þetta er reyndar mjög mis-
jafnt að gæðum. Þar er mikið af torfi og kenningabarn-
ings langlokum, sem aldrei hafa verið alþýðlegar, en þar
eru líka ýmsar perlur, sem kunnar eru um alt land. Af
því að aldrei hefir verið skrifað rækilega um þessar gát-
ur, ætla eg að fara um þær nokkrum orðum og reyna að
benda á sumt af þvi sem af þeim má læra.
Gáturnar spegla þjóðina á marga lund. Fyrst og
fremst er auðsætt, að efnisvalið sýnir um hvað þjóðin
hugsar og hvaða hluti hún hefir i kringum sig. Flestir