Skírnir - 01.01.1915, Page 109
Gátur.
109
.gáta um koddann. Ctátan um mjólkina sýnir hvað má
.gera úr orðinu að »hlaupa«:
Hvað er það um borg og bý,
sem brúkast dag og nætur,
hleypur víða húsum i,
hefir þó enga fætur.
Stundum er gátan í því fólgin, að óskyld orð hljóða
•eins í sumum myndum: »Hrútur gat ekki valdið hausn-
um fyrir hornum« (hor-num), og þó var hann kollóttur«.
Eða þetta:
Ber ber brúðurin mæta
blá blá kjöltu i,
sér sér sveininn mæta,
sá sá ei við þvi.
Ýmsir orðaleikir eru af þessum toga spunnir.
Þá eru gátur þar sem hugsunin kemur fram þegar
skift er um orð, þannig að sett eru önnur orð sömu eða
líkrar merkingar í stað þeirra sem fyrir eru. Svo er um
gátuna sem eignuð er Brynjólfi biskupi Sveinssyni: »Það
var fyrir fiski (= löngu) að þessi garður var ull (= lagður).
Eitthvert kunnasta dæmj slíkra gátna er ræða Króka-Refs,
•er hann lýsti vígi Skálp-Grana á hendur sér, en annars
er sú gátutegund ekki yngri en gátur Gestumblinda:
Sat ek á segli,
sá ek dauða menn
blóðshol bera
i börk viðar.
»Þar saztu á vegg ok sáttu val fljúga ok bar æði í klóm
sér«, var ráðningin. I rauninni er hvert erindi með tor-
skilinni kenningu i, gáta. íslendingar hafa talsvert spreytt
sig á því að yrkja slíkar kenningagátur, þar sem hvert
orð er umskiftingur, en flestar eru þær leiðinlegt langloku-
torf. Eg skal því að eins nefna þá styztu:
Skolli sté á túnfót,
tók i burtu dagsmark
af vallarbót.