Skírnir - 01.01.1915, Page 111
Gátur.
111
ekki hafa verið bundnar í því áður. Hins vegar er þeim
títt að gera alt sem þær lvsa að lifandi verum, og kemur
þar enn skáldskapareðlið fram. Hlutir með karlkyns
heitum eru í gátum karlar, hlutir með kvenkyns heitum
konur. Samstæður heggja eru hjón. Um krók og lykkju
er t. d. hin alkunna gáta: »Hver eru þau hjón, er skilja
á kvöldin, en koma saman á morgnana?« Þá er hjóna-
bandi dags og nætur í skammdeginu lýst vel í einni gátu:
Vissi eg af hjóuum,
var sá munur beggja,
mér er það íyrir sjónum,
mætti eg til þess leggja,
hvernig þau voru í rekkjunni röng,
hann var of stuttur,
en hún var of lÖDg;
upp hann sér sneri,
undan hÚD leit,
ygldi sig síöan
og faldinum sleit,
sú her dökkan sjónarreit,
svo fer hún um í minni sveit,
oftast freðin, en aldrei heit.
Gáfuð dönsk kona, sem ekki var orðin fullnuma í ís-
lenzku, þurfti einhverntíma að nefna hrút, en kunni ekki
orðið og sagði því »kindarkarlmaður«. Einu sinni var
hún að prjóna sokk, og sagði við vinnukonuna: »Fáðu
mér bróður sokksins« (fyrir: hinn sokkinn). Það var
í anda gátumálsins. Þar eru samstæðir hlutir sömu teg-
undar alt af bræður eða systur. Bræðralagi ullarkamba
er lýst í þessari gátu:
Bræður tveir í haugakleif
bjuggu leugi saman,
hvor af öðrum hárið reif,
þeir höfðu ei annað gaman.
En af systragátum er, held eg, þessi bezt:
Sjö systur
í sæng einni liggja,
engin efst liggur
og engin fremst.