Skírnir - 01.01.1915, Page 112
112
Gátur.
Það er sjöstirnið. Og það er eitthvað af himindjúpinu í
þessum einföldu orðum.
Eins og eðlilegt er, þá eru sumar fegurstu gáturnar
um efni úr náttúrunni. Það er bjart og blælétt yfir gát-
unni um sólargeislann:
Liggur í göngum
með löngum spöngum,
gullinu fegra,
en gripa má það enginn.
Og barnsleg, hoppandi gleði og samúð með loganum í
hlóðunum er í þessari:
Upp úr ösku stó
hún arkar há og mjó.
Tróðan var svo tindilfætt,
hún teygði sig og hló.
Það kveður við annan tón, þegar bylurinn kemur, og þó
er það kumpánalegt:
Einn er kominn ofan úr Grindaskörðum,
afgamall en ungur þó,
yfir geisar lönd og sjó.
Þessi gáta er um krákuskeljarnar:
Sá eg sitja systur tvær á sandi,
nógar eiga nöfnur þær á landi.
Kúra þær fram við kaldan sjá
með hökin hlá,
hvorug þungt þenkjandi.
Oátuna um fífil og biðukollu ætti hvert barn að kunna:
Upp vex bróðir minn hjá mér,
mikið hár á kolli her,
fagurt það í fyrstn er
og fallega það hreyfir sér.
En þegar að eldist sá,
undarlegt það heita má,
úr honnm verður auðargná
aiþakin með hærur grá.
Þessi kerling sómir sér,
sin þó ellimörkin ber,
hárin gráu fella fer,
fölur eftir skallinn er.