Skírnir - 01.01.1915, Side 114
114
Gátur.
finst líklegast af þeim hlutum er hann þekkir. Hygg eg
að fátt sýni betur en gáturáðningar, hve hugmyndasam-
bönd manna eru margvísleg. Því til sönnunar skal eg
skýra lítið eitt frá tilraun er magister Sigurður Guðmunds-
son gerði fyrir mig í vetur. Hann bar upp 4 gátur fyrir
fjórðubekkingum Mentaskólans og annarsbekkingum og
þriðjubekkingum Kennaraskólans, samtals um 70 manns,
og höfðu þeir eina kenslustund til ráðningarinnar. Ein
gátan var svona: »Hvað fer gult undir bergið, en kemur
hvítt undan því aftur?« Helztu ráðningarnar voru þessar:
Kornið, þegar malað er. (Það er ráðningin sem við á, og
var hún tíðust). — »Fossinn er hvitur, þó hann komi und-
an gulu bergi«. (Hér hefir þýðandinn hugsað sér að vik-
ið væri frá venjulegri orðaröð eins og í skáldskap: »gult
undir bergið« fyrir »undir gult bergið«). — Gulmórautt
leysingarvatn eða brimvatn, er skellur á bergi og verður
að hvítri froðu. — Leirblandið vatn, mýrarvatn eða jök-
ulvatn, er síast í jarðveginum og kemur fram í hvítum
fossi. — Sólin, er gengur undir fjall að kveldi og kemur
upp undan því að morgni. — Sóley: »Ef gul sóley er
sett undir bergið, þar sem sólin nær ekki að skina á hana,
visnar hún og verður hvít«. — Egg hvítra fugla er verpa
undir bergi. Aðrar ráðningar fóru enn fjær, svo sem sú
er taldi bergið ímynd sannleika og réttlætis, er færir hið
vonda til betri vegar.
Af gátunni: »Hrútur gat ekki valdið hausnum fyrir
hornum, og þó var hann kollóttur«, komu furðu-margar
ráðningar. Allmargir fundu orðaleikinn, að hrúturinn var
svona lioraður. Einn var svo fyndinn að ímynda sér að
hrúturinn hefði haft kvef, og ekki getað snýtt sér. Hann
tók orðið »hor« í þeirri merkingu. Sumir hugðu gátuna
vera um mann sem »Hrútur« hét, og hefir mynd orðsins
á pappírnum, þar sem það er með upphafsstaf, að
líkindum hugkvæmt mönnum það, og í einum sat sú hugs-
un svo föst, að þó hann fyndi réttu merkinguna í »horn-
um«, þá sá hann ekki að gátan væri um kind, heldur
li'ugsaði sér að hún væri um mann setn var svo horaður,.