Skírnir - 01.01.1915, Síða 115
Gátur.
að hann gat ekki haldið höfði. Það er gott dæmi þess
livernig hugmyndasamband getur lokað öðrum brautum i
huganum, sem annars væru opnar. — Einn hélt að gátan
ætti við mann með »timburmenn«, annar að hún væri
um þá menn er þættust ofurspekingar, en væru i raun
og veru innantómir; einn hugsaði sér að hyrndir hrútar
hefðu barið kollótta hrússa þangað til hann gat ekki
haldið höfði, aðrir að hann hefði verið vankaður, og en
voru aðrir sem hugsuðu sér svo þung horn hengd á haus-
inn á hrút eða manni sem »Hrútur« hét, að hann gat
ekki valdið honum.
Þessi dæmi nægja til að sýna hve margvíslegar ráðn-
ingarnar verða. Fjölbreytni þeirra er spegill þess hve
ólíkir mennirnir eru. Hver lítur s í n u m augum á hlut-
ina, og sýnir með því hver hann er. Utlendur sálarfræð-
ingur einn hefir sagt sögu af því hvernig mann má marka
af gáturáðningum. Hún er svona:
Einu sinni voru sex menn, er ekki þektust neitt,
komnir saman í járnbrautarvagni og voru í fjörugu samtali.
Þótti þeim leitt að einn þeirra átti að fara úr vagninum
á næstu stöð. Segir þá einhver, að sér þyki altaf lang-
skemtilegast að hitta alókunna menn, og sé það siður sinn
hvorki að spyrja samferðamenn sína hvað þeir heiti eða
séu, né að segja hver eða hvað hann sé. Annar segir þá
að hann treysti sér til að segja þeim hvað þeir séu, ef
þeir vilji hver svara sinni spurningunni. Tók hann
þá finnn blöð úr vasabók sinni, skrifaði spurningu á hvert,
fékk svo hverjum samferðamanninum sitt blaðið og bað
hann að skrifa svarið fyrir neðan. Þegar hann hafði
íengið blöðin aftur og lesið þau, snéri hann sér hiklaust
að félögum sínum og sagði við einn: »Þér eruð náttúru-
fræðingur«; við annan: »þér eruð hermaður«; við þriðja:
»þér eruð málfræðingur«; við fjórða: »þér eruð blaða-
maður«; við fimta: »þér eruð bóndi«. Þeir kváðu það
allir rétt vera, og um leið kvaddi hann og fór. Vildi nú
hver fá að sjá spurningarnar sem hinir höfðu fengið, en
það var þá alt sama spurningin. Hún var svona:
8*