Skírnir - 01.01.1915, Page 117
Grátur.
117
uðskáld Þjóðverja, Göethe, Schiller, Hebel, Körner, Riickert
o. fl., hafa ekki þózt of góð til að yrkja gátur. Gáta
Schillers um regnbogann hefir verið þýdd á íslenzku:
»Af perlum reisist breiðfeld brúin«, en mér finst hún ekki
taka fram ferskeytlunni íslenzku: »Hver er sá veggur
viður og hár«.
Fyrir hug3kotssjónum almennings hafa gáturnar orðið
einskonar ímynd alls þess sem þungskilið er, sérstaklega
ímynd þeirra náttúrulögmála sem enn eru óljós og óráð-
in. Vísindamenn skrifa bækur um »heimsgátuna«, »lífs-
gátuna« o. s. frv. I þessu orðbragði felst, ef að er gáð,.
sá hugsunarháttur, að fyrirbrigði náttúrunnar séu eins-
konar mál, sem oss er ætlað að skilja, að vér eigum æðri
félaga, sem hafi falið hugsun sína í gerð og viðburðum til-
verunnar. Og eins og það sem virðist hvað öðru andstætt
felst í faðma, þegar gátan er ráðin, þannig muni fara að
lokum, er vér ráðum gátu tilverunnar. Meðan enginn
finnur þá ráðningu er allir vilji una við, heldur hver við
þá ráðninguna sem honum er skapfeldust og sýnir með
því hver hann er. En ein er sú gáta sem altaf ræðst
sjálf þar sem kept er um ráðningarnar. Það er gátan:
»Hver er andríkastur?«
Guðm. Finnbogason.