Skírnir - 01.01.1915, Page 118
Fólgin nöfn i rímum.
Nú á tímum er það altítt, að höfundai leyni nöfnum
«ínum í riti. riti nafnlaust eða noti dulnefni. Gengursum-
um mönnum til íeimni, einkum ungum mönnum; hjá öðr-
um liggja hér til aðrar hyatir, t. d. eru -rit oft svo löguð,
að höfundar þeirra þora ekki að nafngreina sig með
réttu heiti.
Nafnlaus rit eru jafngömul bókmentum vorum, íslend-
inga. Hefir það verið þungur steinn í götu fornfræðinga,
að höfundar fornrita vorra hafa svo sjaldan nafngreint
sig. Það mundi hafa sparað mikil heilabrot og getgátur,
mikinn pappír og mikinn kostnað, ef höfundar fornrita
vorra hefðu ritað með nafni, eins og Ari fróði gerir síðast
í íslendingabók. Vera má, að hér um valdi að nokkuru
leyti það, að höfundar fornrita vorra hafa ekki að öllu
talið sig vera höfunda eða semjendur ritanna, heldur skrif
ara (eða »skrá«-setjara), því að vitanlegt er það, að flest
fornrit vor eru skráð eftir frásögnum, meira og minna
réttum, og bera því flest blæ sögumannanna (heimildar-
mannanna) bæði að efni og meðferð, þar sem ekki er um
sjálfstæða rannsókn að ræða.
Aftur á móti er hitt sjaldgæfara í fornritum vorum,
að höfundar taki upp dulnefni til auðkennis. Eg minnist
ekki að hafa orðið þess var annarstaðar í fornum rit-
um en í Katrínardrápu*) og í Völsungsrimum hinum
*) Prentuð í Islandische geistliche Dichtungen des ausgehenden
Mittelalters, herausgegeben von B. Kahle. Heidelberg, 1898. — Og
JSechs isliindische Gedichte legendarischen Inhalts, hrsg. v. Hans
Sperber. Upsala, 1911.