Skírnir - 01.01.1915, Qupperneq 119
Fólgin nöfn i rímum.
119
iornu*). í báðum þessum ritum nefnir höfundurinn sig
Vitulus vates, þ. e. Kálfur skáld, hvort sem hér er úm
sama mann að ræða eða ekki. Það mun þó ætlun fræði-
manna, að sami maður sé höfundur beggja ritanna**).
Rímnaskáldin tóku upp alveg sérstaka aðferð til
fólgsnar nafni sínu. Notuðu þeir til þess heiti rúnastaf-
ahna. Öftast mátti þá ráða nafn skáldsins eftir réttri röð
rúnaheitanna, en stundum þurfti að raða þeim. — Það er
efni þessa greinarkorns að skýra frá þessari aðferð, sem
nú er með öllu horfin úr skáldskap vorra daga.
Til eru kvæði tvö, rúnaromsur***). Af þeim er auð-
velt að nema heiti rúnanna, og fyrir því tek eg þær hér
upp. Er gildi rúnastafanna í voru stafrófi sett út undan.
f [F é] er frænda róg f
ok flæðar viti
ok grafseiðs gata.
'-') Eða Völsungsrímnr hins óhorna, pr. í Edda Sœmundar hins
fróða, herausgeg. von Th. Möbius. Leipzig, 1860. Sömuleiðis í Fernir
forníslenzkir rímnaflokkar, Finnur Jónsson gaf út. Khöfn 1896. Og
enn i Rímnasafn, udg. af Samf. til udgivelse af gl. nordisk litteratur
ved Finnur Jónsson, I. b. Kh. 1905—12.
**) Shr. Jón Þorkelsson: Digtningen pá Island. Kh. 1888, hls.
235. Finnur Jónsson-: Den oldnorske og oldislandske litteraturs hi-
storie, III. h. Khöfn, 1902.
***) Siðara kvæðið er prentað fyrst i Litteratura Runica eftir Ole
Worm. Khöfn, 1636, hls. 105—107, og í sama riti, 2. útg., Khöfn, 1651,
hls. 95—97. Þar er kvæðið mjög illa útgefið, sem við er að búast á
þeim tima, enda mjög úr lagi fært í handritum; engin tilraun er þar
gerð til þess að færa hana til rétts múls. W. Grimm hefir tekið kvæð-
ið upp í „Ueber deutsehe Kunen“. Göttingen 1821. Enn fremur G. Th.
Legis í „Fundgruben des alten Nordens11, I. b. Lpz. 1829. Sömuleiðis
Guðbrandur Vigfússon i „Icelandic Prose Reader“. Oxford, 1879, og
í „Corpus poeticum horeale1'. Oxford, 1883. Enn hefir Kr. Kálund
gefið hæði kvæðin út i Smástykker udgivne af Samfund til udgivelse af
gammel nordisk litteratur", nr. 1. Kb., 1884. Loks hefir Ludv. F. A.
Wimmer gefið þau bæði út í „Die Runenschrift". Berlin, 1887. — Hafa
málfræðingar mjög spreytt sig á að færa kvæðin til rétts máls. Hér er
•ekki rúm til þess að greina nákvæmlega frá skýringunum, en þær til-
gátur teknar, sem liklegar þykja. Um þetta má enn vísa cil „Smástyk-
ker udg. af Samf. til udg. af gl. nord. litt.“, nr. 4.