Skírnir - 01.01.1915, Side 123
Fólgin nöfn i rímnm.
123
Eftir þessu stafrófi fóru rímnaskáldin, er þeir bundu
nafn sitt eða annarra manna, t. d. þeirra, er þeir ortu
rímur fyrir. Höfðu höfðingjar stundum rímnaskáld sér við
hönd, líkt og konungar hirðskáld, og héldu vel, t. d. var
Jón sýslumaður Arnason á Ingjaldshóli hinn mesti Mæcenas
eða styrktarmaður rímnaskálda. Til þess að tákna f, mátti
taka öll nöfn og kenningar fjár, gull, mundr, rínarljómi,
lyngva-beðr o. s. frv. Til þess að tákna m, mátti taka
öll heiti (kenningar) á mönnum. a er ár, sumar, vetr og
nllar árstíðir, tólf mánuðir, tvö misseri, o. s. frv. þ er
þurs, jötunn, hár raumr, Ýmir, Hrungnir o. s. frv. —
Fyrir d (ð) er haft t (týr), það er og kallað særðr týr.
p hefl eg ekki séð táknað í rímum, en líklega mundi til
þess vera haft b. i (ís(s)) og e er táknað jöfnum heitum,
enda var sjaldnast gerður greinarmunur á þeim stöfum á
rímnaöldinni, nema í upphafi orða. Þó er e stundum
kallað stunginn is (meiddur, brotinn).
Mjög misjafnlega tekst rímnaskáldunum að binda nafn
sitt, eins og í skáldskapnum sjálfum. Sum þeirra fara og
ærið langt og jafnvel lengra en leyfilegt mundi þykja, t.
d. hefi eg séð a (ár) kent við (róðrar-)ár, og er þá býsna
langt farið. Stundum eru bönd nafnsins svo flókin, að
miklum erfiðleikum er bundið að fá þau leyst, jafnvel
þeim mönnum, sem gott vit hafa á og eru þessu vanir;
og er þetta oft engu betra viðfangs en erfiðustu gátur;
stafar þetta oft af því, að sumar rímur eru að eins til í
afskriftum og þvi oft afbakaðar eða rangt lesnar.
Eg skal nú taka sem sýnishorn nokkur erindi eftir
fáein hin helztu rímnaskáld, er þeir binda nafn sitt.
Fíóls blóma fegurð1) sé
fýsir þangað riða2)
Sumir mæðast sorginne3)
svellið springur4) víða.
Eikin blómguð'1) aldin6) regn1)
(Jðins burinn hreldur*)