Skírnir - 01.01.1915, Page 126
126
Fólgin nöfn I rímum.
hrotta baldurs heitið alt
hægt mun veita að skilja.
*) Drösull = hestnr, mæði hests = reið = r. 2) = úr = u.
s) = fé = f. 4) = is = i. 6) Voðir díkja = ís, reyndar voðir díkja
= reyndur is = stunginn is = e. 6) lögnr = 1. 7) = reið = r.
8) = ós = o (hór ö). 9) = is = i (hér j). 10) = hagall eða hagl = h.
Ef stafirnir eru lesnir aftur á bak kemur út manns-
nafnið Hjörleifur. Þessi erindi eru úr Þjalar-Jóns rímum
eftir síra Hjörleif Þórðarson á Valþjófsstað*). Ekki hafa
þær rímur verið prentaðar.
Eins og kunnugt er, ortu menn rímur um alla hluti
milli himins og jarðar, að heita má. Til eru rímur út af
heilagri ritningu eða einstökum bókum hennar, jafnvel
Jesú-rímur eru til. Bacchusar-rímur voru til, að þvi er
Grunnavíkur-Jón segir, sem tilfærir nokkur erindi úr þeim,
en ekki hægt að svo stöddu að segja um, hvort enn séu
til. Það er því ekki að undra, þótt ortar hafi verið rímur
af dæmisögum Esopus (Æsopus-rímur). Þær orti síra Guð-
mundur Erlendsson á Felli, sá hinn sami sem orti Jesú-
rímur. I Æsopus-rímum bindur síra Guðmundur nafn sitt
á þessa leið:
Sturlað lcaunið1) steypiregn2)
stunginn tyS') og maður4)
elkers-baunb) og eymdin megn6)
rísinn þrdbenjaður1).
Aðhnigandi úr8) sem reið9)
eg þess nafnið játa
*) Kaun = k (g), sturlað kaun = g. 2) = úr = u. s) = d (hér ð).
4) = m. 6) elker = élker = himinn, baun himins = úr = u. 6) =
nauð = n. 7) Ásinn = Týr (t), þrábenjaður ás = stunginn týr = d.
») = u. 8) = r.
*) Síra Hjörleifur (d. 1786, um nirætt) þótti skáld gott. Orti hann
jafnt á latinu sem íslenzku. Ekkert liggur eftir hann prentað í heild
nema latínsk þýðing á Passíusálmum Hallgríms Péturssonar (Qvinqvaginta
psalmi passionales), pr. í Khöfn 1785.