Skírnir - 01.01.1915, Síða 127
127
Fólgin nöfn i rimum.
Golnis sandinn geðs af leið
er greiddi ura ræðu máta*).
Þetta erindi er úr rímum af Sveini Múkssyni eftir
Kolbein Grímsson**), og eru þær ortar fyrir Brynjólf
byskup Sveinsson að sögn Einars Bjarnasonar á Mælifelli
í Fræðamannatali:
Snuðig förv) á ísi'1) er
ánauð3) lands hjá blóma4)
lögurb ó.v6 kaun' eg lýsi hér
með limuðum vatna dróma8).
*) Verður að vera = reið = r. 2) = i. 8) = n. 4) Blómi lands
björk (bjarkan) = b. 5) = 1. •) = o. 7) = k. a) Vatna drómi = ís,
límaður vatna drómi = stunginn ís = e.
Með því að raða stöfunum rétt kemur út mannsnafnið
Kolbeirn, þ. e. Kolbeinn. Það er altítt á þessum öldum,
16., 17., 18. og jafnvel 19. öld, að rita rn fyrir nn, þar
sem þeir stafir fara saman í samstöfu, t. d. Sveirn, eirn
o. s. frv.
*) Síra Guðmundur (d. 1670) orti firnin 011. Eftir liann eru prent-
aðir sjö sálmar með 1. og 3. útgáfu Passíusálma Hallgrims Péturssonar
(Hólum 1666, 1682) („Historia Pijnunnar og Daudans Drottins vors Jesu
Christi. Efter Textans einfalldre Hliodau i sio Psalmum yferfaren, Af
S. Gudmunde Erlends Syne“). En lengur fylgdust þeir ekki að, klerk-
arnir, og ekki hafa þessir sálmar sira Guðmundar verið prentaðir síðan,
svo að eg viti.
**) Kolbeinn þessi (Kolbeinn Jöklaraskáld) var skáld mikið og kall-
aður vera ákvæðaskáld. Haun var sá, sem kvaðst á við kölska („Þetta
er engi skáldskapur, Kolbeinn!11) og kvað bann i kútinn. — Hefir Kol-
beinn vafaiaust verið veraldarmaður og sjálfsagt göldróttur talinn. En
þó er til eftir bann audlegur kveðskapur og er það eitt prentað eftir
hann. Eru það sálmar út af Havermanns (Avenarii) bænum („Nockrer
Psalmar sem syngiast meiga Ku0lld og Morgna vm alla vikuna . . .
þryckter a Hoolum j Hiallta Dal. Anno. 1682“). Mun það kver vera mjög
sjaldgæft. Ekki er það til í bókhlöðu konungs í Khöfn né í Fiskes-
safni, en í landsbókasafninu er það til.