Skírnir - 01.01.1915, Síða 130
130
Fólgin nöfn í rimum.
Guðmundur Bergþórsson (f. 1655, d. 1705) hefir ort
ókjörin öll af kvæðum og rimum*). Gruðmundur hefir
verið maður prýðilega gefinn óg víðlesinn. Hefir hann
efiaust ort mörg kvæði sín sér til afþreyingar, en hann
var maður svo bagaður á líkama, að hann gat ekki geng-
ið til vinnu. — í Jai’lmanns rímum og Hermanns bindur
Guðmundur svo nafn siit.
Sárið, skúrar þverir þrír,
þegn af dignar striði,
ferðir harðar tvær á týr,
tjáði kvæða smíði.
' i
Er nafnið auðfundið, en raða verður stöfunurn.
Þormóður Eiríksson í Gveildareyjum, sem kunnur er
liverju mannsbarni hér á landi af þjóðsögnum, sem um
haim ganga, var skáld mikið. Hann hefir ort Guðbrands-
rímu (um hrakning Guðbrands í Skorey). Þar bindur
hann nafn sitt svo:
Jötunn hár við jarða mót
með jálka livíldar banni,
Ásgarðs jöfur, afskept spjót,
úði á reisumanni.
Hér er það athyglis vert, að Þormóður notar þarna
hið forna (upphaflega) nafn rúnarinnar (o), Ásgarðs jöfur,
þ. e. Oðinn, en ekki ós (haf, vatn o. s. frv.).
*) Engar eru rímur haus prentaðar, en sum kvæði hans eru prent-
uð: Heimspekingaskóli í Hrappsey 17H5 og aftur i Reykjavik
1845 og enn s. st. ásamt Fuglskvæði 1P05. Yinaspegill
i Reykjavik 1845 og aftur með Tólfsona-kvæði í Reykjavik 1904.
— Guðmundur telur upp rimur sínar i fimtu rimu Ferakuts-rimna (=
Bálants rimur), sem hann orti árið 1701, og eru þær þessar: Dínus rim-
ur dramhláta, Jarlmannsrimar og Hermanns, Olgeirs rimur danska, Otú-
els rímur, Samsonar rímur (fagra), Finnboga rimur, Yalbrands rimnr,
Trójumanna rimur, Kræklinga rímur, Bertrams rímur, Bósa rimur, Eiríks-
rímur viðförla, Hænsa-Þóris rímur og Ferakuts rímur.