Skírnir - 01.01.1915, Page 131
Fólgin nöfn i rimum.
131
Að endingu skal eg setja hér erindi eftir Níels skálda
Jónsson*), tekið úr rímum um Franz Dönner; þar bindur
hann nafn sitt svo, og er all-kringilega gert:
Sitt því nafn hver nauð') til dró,
Norðra knör sá fermdi,
rjáfur drafnar heilt'1) á hjóf)
hlé4) þar röðulP) vermdi.
‘) = n. 2) heilt drafnar-rjáfur er fs, en 3) við það að höggva á
fsinn, er hann orðinn stunginn (= e), svo að 4) hlé (líklega sama sem
vök) er komið í stunguna (þ. e. lögur = 1) af 6) hita sólarinnar.
Það var ekki tilgangurinn með þessari stuttu grein að
rita nánara um rimur (né rúnir) en fyrirsögnin segir til.
Fullkomna rímnaskrá er nauðsynlegt að gefa út, og yrði
það stórt rit og þyrfti miklar rannsóknir til þess. — Jón
Sigurðsson hefir samið uppkast til rímnaskrár og er það
að finna í handritasafni hans (í landsbókasafni, J. S. 314r
8vo.), en það nær mjög skamt. Rímurnar virðast vera
runnar af alislenzkri rót**). Gildi þeirra er margvíslegt,
ekki að eins sem skáldskapur, heldur og í menningarsögu,
málsögu, málfræði o. fl. Það er ekki sízt rimnaskáldunum
að þakka, að með alþýðu hélzt þekking á Eddu (Skáld-
skaparmálum, Eddukenningum). Hafa mörg rímnaskáldin
verið stórvel að sér í þeim efnum, eins og sjá má að
nokkuru hér að framan. Þótt nú sé farið að fækka þeim,
*) Niels (f. 1783, d. 18.57) orti mikið, mest rímur, og var hinn
mesti sérvitringur, en gáfumaður að upplagi. Eftir hann eru prentaðar
„Rímur af Franz Dönner, er var þiódverskur Obersti", Viðey 1836 og
„Rimur af Flóres og Blanzeflúr11, Akureyri 1858.
**) Sumar elztu rimurnar hafa verið notaðar við dansa, að því er
virðist. Enn er órannsakað, hvort dansarnir (vikivakar) hafa verið af
islenzkum (norrænum) uppruna eða útlendum. En jafnvel þótt dansarnir
hafi í eðli sinu verið útlendir, er ekki þar með sagt, að rímurnar séu
af útlendum toga spunnar.
9*