Skírnir - 01.01.1915, Page 133
Bjartsýni og svartsýni.
Alþýðufræðsla Stúdentafélagsins (stytt).
Eg ætla að fara nokkrum orðum um tvær ólíkar
skoðanir á tilverunni. Þær eru eflaust jafngamlar og
mannkynið sjálft. Lífið er ekki á eina bókina lært. Gleði
og sorg, sæla og kvöl, meðlæti og mótlæti, þraut og hvíld
skiftast á eins og dagur og nótt. Svo er það á lífsleið
einstaklingsins, á lífsbraut þjóðanna og mannkynsins í
lieild sinni. Og þessi sífeldi öldugangur lífsins hefir á öll-
um tímum verið eitt af viðfangsefnum þeirra, sem liugsað
hafa um lífið og tilgang þess, allra þeirra sem ekki »flutu
sofandi að feigðar ósi«. Eitt af því sem greinir manninn
frá dýrunum er þetta, að hann reynir að skilja stöðu sina
í heimi þeim sem hann er settur í, reynir að fá útsýn yfir til-
drög og gang lífsins. Án vilja okkar og vitundar erum við
öll komin inn í þennan heim og orðin þar hluthafar í alls-
herjar kaupsýslan, og hvort sem stofnféð er mikið eða
lítið, verðum við að eiga þátt í viðskiftunum — eða deyja.
Margir láta sér liggja i litlu rúmi hvernig fer um stofnfé
þeirra. Þeir láta aðra halda rcikningana fyrir sig og eru
ánægðir meðan þeir fá úttekt, en hugsa aldrei um það,
hvernig verzluain í heild sinni borgi sig. Aftur eru aðrir
sem ekki geta felt sig við að vera óvitandi um hag sjálfs
sin, né hitt, að vita ekkert um það, hvernig öðrum geng-
ur verzlunin og hvernig hagur heildarinnar stendur. Þeir
vilja vita á hvaða grundvelli þetta feikna-fyrirtæki hvílir.
Þeir vilja vita hvort verzlunin borgar sig, ekki að eins
fyrir einstöku menn, heldur og fyrir heildina, og skyldi