Skírnir - 01.01.1915, Side 134
134
Bjartsýni og svartsýni.
niðurstaðan verða sú, að verzlunin borgi sig ekki, eins og
Btendur, þá vilja þeir vita hvort það liggur í einhverri
eðlisnauðsyn hlutanna, eða kemur af því að illa er á hald-
ið. Er líflð verzlun sem borgar sig, eða gæti borgað sig?
Um það spyrja þeir. Og eftir því hvort menn svara þess-
ari spurningu játandi eða neitandi má skifta þeim i tvo
flokka: bjartsýna menn og svartsýna.
Eg býst við að þið þekkið menn af báðum þessum
flokkum og haflð tekið eftir því, að þessar ólíku lifsskoð-
anir eiga oftast fremur rót sína í eðli manna eða upplagi
heldur en í lífskjörum þeirra. »Sínum augum lítur hver
á silfrið«, segir máltækið, og sumir eru svo gerðir, að þeir
líta ósjálfrátt helzt á skuggahliðarnar og hugsa mest uni
það sem amar að þeim eða öðrum, en aðrir hafa augun
síopin fyrir hverjum sólskinsbletti og dvelja helzt með
hugann við bjartar og hlýjar endurminningar. Eins getur
sami maður stundum verið bjartsýnn og stundum svart-
sýnn. Það er sama skáldið sem kvað:
„Vort æskulíf er leikur,
sem liður, tra-la la“.
Og
„lífið alt er blóðrás og logandi und,
sern læknast ekki fyrr en á aldurtila stund“.
Slíkir dómar eru og hljóta altaf að vera einskonar
sleggjudómar. Þeir koma af því, að menn álykta af augna-
bliksástandi sínu og gera ráð fyrir því að öll tilveran sé
eins og hún virðist í svipinn. Það er álíka og ef maður
kyntist t. d. einhverjum Englendingi sem reyndist manni
illa og ályktaði svo að a 11 i r Englendingar væru fúl-
menni, eða kyntist einhverjum góðum Þjóðverja, og lykt-
aði að allir Þjóðverjar væru góðmenni. Slíkt hendir marg-
an. Ef stúlka bregzt manni, þá verður það ef til vill til
þess að hann heldur að a 11 a r konur séu hverflyndar, og
raular fyrir munni sér hið fornkveðna:
„Meyjar orði
skyli manngi trúa“, o s. frv.