Skírnir - 01.01.1915, Page 135
Bjartsýui og svartsýni.
135
Allir slíkir stundardómar koma af því, að menn gleyma
hve óendanlega fjölbreytt tilveran er, gleyma því að gott
og ilt, sæla og kvöl, meðlæti og mótlæti skiftist á, og að
sami hlutur getur frá einu sjónarmiði verið góður og frá
öðru illur. En það ætti að vera auðsætt, að enginn getur
gert upp lífsreikninginn, hvorki fyrir sjálfan sig né aðra,
nema hann þekki nákvæmlega t e k j u r og ú t g j ö 1 d, og
geti jafnað þeim saman. Gferum t. d. ráð fyrir, að meta
mætti lifið eftir því hve mikla sælu eða kvöl það hefir í
för með sér. Gleðin, ánægjan, sælan væru tekjurnar,
sorgin, óánægjan, kvaiirnar væru útgjöldin. Mnndi ekki
hverjum einum verða erfitt að gera upp þann reikning,
þó ekki væri fyrir aðra en sjálfan sig? Mundi ekki
margur segja líkt og Tegnér í einu kvæði sínu:
„Og loksins finst mér leika á því vafi,
hvort lífið glatt eða hrygt mig oftar hafi“.
En hvaða vandi væri þó það, að gera upp reikning-
inn fyrir sjálfan sig, í samanburði við hitt, að reikna út
hvort allar lifandi verur kenna meiri sælu en
kvalar, og meta þannig hag lífsverzlunarinnar í heild sinni.
Hver er sá, að hann þykist hafa mælt hæð þeirrar gleði
og nautna sem allar lifandi verur njóta, eða dýpt sorgar-
innar og sársaukans er þær kenna? Hvernig ætti hann
að fá vitneskju um skoðun, ekki aðeins allra manna, held-
ur og allra fiska, fugla, ferfætlinga og skriðkvikinda og ef til
vill plantnanna með, ef þær hafa einhverja meðvitund? Eg
veit að enginn getur látið alt lifandi greiða þannig atkvæði
um gildi lifsins, en meðan þeirri atkvæðagreiðslu er ekki
lokið, hefir enginn rétt til að lialda því fram, að lífsverzl-
unin í heild sinni borgi sig ekki. Slík skoðun er ekki á
rannsókn né reynslu bygð, og getur aldrei orðið bygð á
þeim grundvelli. Og reyndar virðist alt sem lifir mót-
mæla henni — með því að lifa meðan líft er. En liér
við bætist það, að óvíst er hvort hægt er að meta gildi
lífsins eftir þeirri sælu eða kvöl sem það veitir, eða hvort