Skírnir - 01.01.1915, Side 137
Bjartsýni og svartsýni.
137
Og oft faust mér vorliata viðreisuiu bliðust,
Sem veturinu langstæði nær-seildist til,
Og kveldskinið indælast, hvlldin sú þýðust
Sem kom þegar slotaði myrkviðris byl.
Sá hetjuhugur, setn ljómar í þessu kvæði, logar á dýr-
asta kveik lífsins, og ber því skærari birtu, sem myrkrið
er meira umhverfis Flestir munu finna inst í sál sinni,
að lífið verður ekki talið einskis virði meðan slik ljós loga.
Eg býst nú við að þið án frelcari röksemda fallist á,
að það væri fávislegt af nokkrum manni að þykjast geta
gert upp reikniug alls lífs á jörðunni og sagt hvort bú-
skapurinn borgar sig eða ekki. Það væri fullvel gert, ef
einhver gæti lngt fram glöggan reikning yfir líf sjálfs sín
og svarað spurningunni, hvort h a n n hefði fundið meira
af góðu en illu í heiminum, hitt fleiri valmenni en fúl-
menni, orðið fyrir meira meðlæti en mótlæti o. s. frv.
Ef hver og einn héldi þannig reikning fyrir sjálfan sig,
þá gæti það orðið undirstaða undir dóma um það, livernig
heilum hópum manna reyndist þessi heimur sem þeir lifa
í, og reynsluþekkingin á þessu efni orðið víðtækari og
víðtækari, að því er virðist. Gerum þá ráð fyrir, að við
liefðum þannig í liöndum lífsreynslu fjölda manna, er kom-
ist hefðu að þeirri niðurstöðu, að líf þeirra væri þrotabú,-
að lífsbúskapur þ e i r r a hefði ekki borgað sig. Mundum
við geta dregið af því nokkrar ályktanir um okkur sjálf
eða það hvernig okkur mundi reynast heimurinn? Eg-
held við gætum það ekki. Þrátt fyrir öll þiotabú verald-
arinnar, byrja nýir og nýir menn búskap, af því þeir vita
að það sem einum mistekst getur öðrum tekist, cf liann
fer hyggilegar að og forðast ófærurnar sem hinir hafa
lent í.
Og hér kem eg nú að því sem er mergurinn málsins,
en hann er þetta: Hvernig manni reynist liei m-
u r i n n, þ a ð f e r e f t i r þ v í, li v c r n i g m a ð u r er
o g h v e r n i g m a ð u r hagar s é r.
Heimurinn er svo ócndanlega fjölbrcyttur, að jafnvel
hver einstakur hlutur hefir flciri eiginleika en unt er upp